Hvað er eiginlega málið?

Ég hljóma kannski eins og tvíburinn sem fékk ekki sömu athygli frá mömmu sinni og bróðirinn. EN.......hvað er eiginlega svo merkilegt við iPhone að svona miklar fréttir berist af því að nú sé að koma ný útgáfa með 3G? það er eins og Apple hafi verið að finna upp 3G og það er eins og það sé eitthvað breakthrough í gangi á farsímamarkaðinum af því að Apple er að koma með tækni í símann sinn sem ALLIR farsímaframleiðendur í heiminum hafi verið með í sínum símum svo árum skiptir og telst ekki til tíðinda.

Hvað er svona merkilegt?

Jú, ég skil alveg lætin sem áttu sér stað þegar iPhone kom fyrst enda var þar um ákveðið breakthrough að ræða, þ.e. virkni snertiskjásins. það var reyndar það eina sem var merkilegt við hann. Hann var hins vegar hriklega tæknilega vanskapaður eins og flestir vita svo þess vegna kemur nú endurbætt útgáfa með 3G tengingu sem er auðvitað algjört grundvallaratriði þegar um slíka margmiðlunargræju er að ræða.

En samt kemst þetta í fréttirnar. Hvað er svona merkilegt spyr ég aftur??

Nokia, SonyEricsson, Samsung og HTC eru allir að gera miklu flottari hluti í farsímum. Jú, það er rétt, enginn þeirra er komin með á markað sambærilegan snertiskjásíma þó allir séu þeir á leiðinni með slíkt. Reyndar er HTC Diomond við það að detta á markað og hann ku vera algjört breakthrough. En varla er snertiskjárinn einn nóg til að komast í fréttirnar. Vonandi ekki því þá verða fréttamiðlar troðfullir af farsímafréttum næstu mánuðina og árin.

iPhone er hrikalega flott græja, ég tek undir það. En sem sími er hann ekki samanburðarhæfur við hvorki Nokia né SonyEricsson. Það er bara staðreyndin. Sem sími er hann óþægilegur í notkun vegna skorts á tökkum, vegna stærðar og vegna þess að hann er mjög viðkvæmur sökum mjög stórs skjás. Sem sími er hann ekki góður. En sem MP3 spilari er hann mjög flottur, virkilega flottur.


mbl.is Óvíst hvenær iPhone 3G kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

koddu a skype og ræðum þetta aðeins !!!

steini kani (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Steini Thorst

það þarf ekkert að ræða þetta Steini,....segðu mér bara hvar er brakethrough-ið hérna annað en að Apple fattaði að setja 3G tengingu í símann !!!

Steini Thorst, 10.6.2008 kl. 23:07

3 identicon

Þetta er bara svo miklu flottara viðmót en nokkuð annað sem maður hefur séð - það er ekki hægt að neita því... nb. ég er með Nokia N95 og stefni á að skipta yfir í iPhone um leið og mögulegt er...

Stjáni Meik (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:51

4 identicon

Þetta snýst allt um smekklega og góða hönnun, bæði á tækinu sjálfu og viðmótinu í símanum. Eitthvað sem Apple gerir mikið betur heldur en gömlu framleiðendurnir.

Andri (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Hrafnhildur Þórarinsdóttir

Takk fyrir vinaboðið hver sem þú ert  Ég græddi smá á því að auglýsa eftir vinum .. he he .. En ég kíkti aðeins á myndir hjá þér og sá þar hana Ingu pæju .. Þekki hana ..

Kv Hrafnhildur

Hrafnhildur Þórarinsdóttir, 11.6.2008 kl. 00:43

6 identicon

Fer ekki fólk að vera komið með leið á því að stara ofan í pínkulitla skjái á meðan það reynir að keyra bíl, spjalla við vini sína á kaffihúsi osfrv. Fólk hlýtur að fara að nota síma á endanum sem síma eins og upphaflega var ætlast til að þeir yrðu notaðir. Ég er amk löngu kominn þangað aftur.

Örri (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 03:52

7 identicon

3g er svo sem ekkert brakethrough, það er samt góð viðbót við síma sem hefur besta viðmót sem ég hef séð í síma....og ég er núna að nota n95, og ég tala ekki um að geta fengið 3g síma, með gps, og sömu virkni og blackberry, á 199$ !! geri aðrir betur

steini kani (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 05:08

8 Smámynd: Steini Thorst

Þú getur líka fengið N95 á 1 kr danskar. Það þýðir ekkert að horfa á verðið $199 því það verð miðast við 2 ára samning við AT&T og er niðurgreiðsluverð.

Steini Thorst, 11.6.2008 kl. 09:30

9 identicon

sæll

Ég er sammála þér um að þetta er ekkert merkilegra heldur en nýr sími frá hvaða símaframleiðenda sem er og ætti ekki að vera svona mikið fréttaefni.

Það mætti líka alveg koma fram í annars fínum pistli hjá þér að þú ert kannski smá hlutdrægur þar sem að þú ert starfsmaður Hátækni sem er með umboð fyrir Nokia og HTC síma :-)

Annars er ég með iPhone og mér finnst þetta einfaldlega skemmtilegasti sími sem ég hef átt.  Vissulega eru sumir eiginleikar í þessum síma sem mættu vera betri en ég hef ekki kynnst því tæki enn í dag sem má ekki bæta á einhvern hátt.

kveðja
Geir

Geir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:48

10 identicon

Hahaha, það sem getur valdið múgæsingi !

Arna (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:50

11 Smámynd: Steini Thorst

Já Arna,...þetta er hitamál

En Geir, ég er alls ekkert hlutdrægur því þessi sími er ekki einu sinni á íslenskum markaði og verður ekki í bráð. Ísland er ekki einu sinni á landakortinu sem Apple notaði við þessa kynningu á 3G

Keynote

Steini Thorst, 11.6.2008 kl. 09:55

12 Smámynd: Steini Thorst

Já já, það má laga alla síma og enginn sími so far er fullkominn. En nú er ég ekki að gagnrýna iPphone, þvert á móti tók ég fram í mínu innslagi að þetta væri snilldargræja. Viðmótið er geggjað og ég er sammála því. Þetta innslag mitt hefur með það að gera að ég skil ekki þetta hype sem er í gangi á fréttamiðlunum nú þegar 2. kynslóð kemur fram því það eina sem er nýtt er að síminn er aðeins meira up to date hvað tæknilega hlið varðar,....semsagt með 3G.

En þú þarft að skoða GPS dæmið í N95 betur ef það var ekki að virka hjá þér því það er sko að svínvirka :)

Steini Thorst, 11.6.2008 kl. 10:23

13 Smámynd: Cartman

Ég held að það hafi enginn áhuga á þessu, nema þessir apple nördar.

Ég geri ráð fyrir að allir þessir sem eiga iphone eigi líka apple.

Stór skjár sagði Örri, HUGE sími segji ég. 

Ég var einnig að vinna mikið við síma og við félagarnir hlógum að þessum síma. Þessi sími er jafn fullkominn og P910.

Apple fólk er byrjað að minna mig svolítið á þetta

http://img.photobucket.com/albums/v158/Marcoscars4life/tull/AdBMWshit.jpg 

Cartman, 11.6.2008 kl. 11:11

14 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Það sem iPhone hefur umfram aðra er viðmótið. Það er algjört lykilatriði í að fá fólk til að kaupa símann. Þeir vissu alveg sjálfir að iPhone síminn vantaði helminga þeirra fídusa sem var að finna á aðra síma.

 Breakthrough-ið er ekki síminn sjálfur heldur hvernig hann hefur breytt hugsuninni hjá öðrum símafyrirtækjum, og sérstaklega hjá síma "carriers".

Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 11:17

15 identicon

Ég vil bara taka það fram að apple einsog microsft eru af hinu illa í tölvuheimum og hugsa, einsog öll alvöru fyrirtæki, aðeins um gróða.  það er undalegt að ekki sé hægt að selja þenna síma hér og er það merki um gróðastefu apple að það þykir ekki taka því að selja hann hér.  annars nota ég síma með stýrikerfi frá microsoft en bíð spenntur eftur android kerfinu frá google sem verður opið linux kerfi.  Áfram Linux

joi (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:36

16 Smámynd: Andrea

Mér er alveg sama hvað þið segið.... Ég sef ekki róleg fyrir en ég á nýja iPhone-inn. Og mér er slétt sama þó ég þurfi að borga meira en $199 fyrir hann!! Þetta er nýja þráhyggjan mín..næst á eftir sumarkærastanum að sjálfsögðu

Andrea, 11.6.2008 kl. 15:41

17 Smámynd: Andrea

Eða nei! Á undan sumarkærastanum!

Hversu fullkominn er þessi sími annars?

Andrea, 11.6.2008 kl. 15:41

18 Smámynd: Steini Thorst

Tjahh, ég held að hann sé alveg það fullkominn sko, það bara hlítur að vera titrarahringing í honum

Steini Thorst, 11.6.2008 kl. 15:44

19 Smámynd: Andrea

Dóni!

Andrea, 11.6.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1223

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband