Esjuganga og línuskautar

Í gær skellti ég mér á topp Esjunnar. Mikið djöfull er ég með mikla strengi í fótunum, þó ekki jafnmikið og þegar ég fór síðast þarna upp. Þá gekk ég ekki eðlilega í 3 daga á eftir enda var þar um kapphlaup við vin að ræða sem er með jafnmikið eða meira keppnisskap en ég. Munurinn á þessum tveim göngum er basicly sá að í gær var ég 70 mínútur að ná toppnum en í kapphlaupinu var ég 45 mínútur og 20 mínútur niður.

En asskoti var þetta gaman og rosalega var gaman að horfa yfir borgina og reyndar allt höfuðborgarsvæðið frá toppi Mount Esja í góða veðrinu sem var.

Esjuganga 11.06.2008

Ætlunin var að fara að heiman á línuskautum með skó í bakpoka og labba svo upp. Komst hins vegar að því að það er enginn hjólastígur að Esjurótum svo það var vonlaust. En ég verð líka að viðurkenna að þegar ég var kominn niður þá hugsaði ég með mér "mikið er ég ánægður að þurfa ekki að skauta núna" enda var ég má segja búinn í fótunum. Hef ekki mikla reynslu af Esjugöngum eða yfirhöfuð, fjallgöngum. Að klífa klettana sem fara þarf í gegnum til að ná toppnum gerði ég á viljastyrknum einum. Sagði í sífelldu við sjálfan mig, þú getur þetta, þú skalt upp og hættu þessu væli Sick

Hins vegar eins og veðrið er í dag, þá er alveg ljóst að ég mun taka langan línuskautatúr að vinnu lokinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Úff! Skil ekkert í fólki að vera að þessu príli :)

Andrea, 12.6.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Ég var 35 mínútur upp að Steini, ekki upp á topp .

Eva Margrét Einarsdóttir, 12.6.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Steini Thorst

Ok, mér líður þá mun betur yfir mínum 70 mínútum á toppinn

Steini Thorst, 12.6.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú ert hetja... En borgin er fögur á að líta frá toppi Esjunnar það er sko satt - Nú er bara að taka annað fjall - og helst um helgina í góðra vina hópi

Linda Lea Bogadóttir, 12.6.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Í mínum huga ertu hetja að hafa dröslast þarna upp...á dauða mínum á ég frekar von...en að ...já, þarf ég að segja meira?

Heiða Þórðar, 12.6.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Steini Thorst

Takk stelpur fyrir þessa hetju nafnbót, hún dregur ekki beinlínis úr manni :) Ég er hins vegar að faaaaarast úr harðsperrum, úffffff

Steini Thorst, 13.6.2008 kl. 09:15

7 Smámynd: Andrea

Já var það ekki!! Og hvað hefur maður að gera við mann í pottinum með jarðaberjum sem er að farast úr harðsperrum??!!

Andrea, 13.6.2008 kl. 11:02

8 Smámynd: Steini Thorst

hahahaa

Steini Thorst, 13.6.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband