Hörkudagur að kveldi kominn

Jæja þetta er nú búinn að vera þvílíkt aktívur dagur, verður ekki annað sagt.

Dagurinn byrjaði snemma eins og venjan er þegar sonurinn er heima. Við fórum auðvitað út í garð þar sem veðrið var mjög gott. Hömuðumst þar í 2 tíma og svo inn að borða. Svo þurfti hann að fara í hvíld en minn var nú ekki beinlínis á því, ónei. Ekki að ræða það því hann vissi jú að við vorum á leið í 10 ára afmælisveislu systur hans.

Við vorum komnir í afmælið kl tvö og það var standandi fjör allan tímann, mikið af kökum, mikið af nammi og svo ís í þokkabót. Og allt var þetta utandyra úti í garði svo actionið varð þeim mun meira. Veislan stóð yfir í um 3 klukkutíma. Afmælisbarnið fór svo með okkur og vinkona hennar fékk líka að koma og mun gista hérna hjá okkur í nótt. En við fórum ekki beint heim því við ákváðum að nú væri gott að skella sér í sund,....svona af því að ennþá áttu börnin eitthvað smá eftir af orku,.....enda búið að innbyrða ósköpin öll af sykri.

Við skelltum okkur í nýju sundlaugina í Mosó og þar kom reyndar í ljós að það var ekki bara smá eftir af orku, hún var ótæmandi. Óðinn vildi ólmur prófa stóru rennibrautirnar og ég gaf eftir eftir mikið þref um það. Hann stóð sig eins og hetja og ég held ég hafi aldrei rennt mér jafnoft niður rennibraut í sundlaugum hérlendis. Hann sagði eftir hvert einasta skipti,....eiju sinni enn, eiju sinni enn pabbi. Og aftur og aftur fórum við einu sinni enn og einu sinni enn. Þetta varð að tveggja tíma sundferð og none stop action.

Mér tókst að koma öllum þremur börnunum ósködduðum uppúr lauginni og þá lá leiðin beina leið á McDonalds því ef einhver var búinn á því þá var það ég og eldamennska því ekki ofarlega á listanum yfir það sem ég vildi gera.

Vorum svo komin heim um klukkan 8 í kvöld og ég sagði Óðni að nú væri kominn háttatími. Minn sturlaðist alveg og fannst ég ekki lítið ósanngjarn. Mikil óánægja með pabbann. En það fór nú þannig að hann var sofnaður um það bil einni mínútu eftir að hann lagðist á koddann :)

Núna eru semsagt bara ég og tvær tíu ára snátur hérna og mér sýnist á öllu að ég sé að fara að slaka á yfir einhverri bíómynd sem þær tóku með sér,......Errm

Ætli ég steinsofni ekki bara líka á einni mínútu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1219

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband