23.6.2008 | 22:39
Línuskautar - 47 km - Blöðrur á iljum :(
Jæja ég var að koma frá einum stífasta hring sem ég hef tekið hingað til. Fór 47,3 km á tímanum 3.03 klst. Það er auðvitað ekki alveg nógu gott þar sem markmiðið er 100 km á 6 tímum og seinni 50 km eru að sjálfsögðu hægari. Ég verð því að herða mig. Ég hef reyndar farið lengri túra, en ekki svona erfiða.
Í þessum hring er mikið um mjög brattar brekkur sem bæði hægðu mikið á mér og má segja stútuðu fótunum því blöðrur á iljarnar hef ég aldrei áður fengið en er með núna. Á, það er bara vont sko
En rosalega var þetta gaman. Veðrið alveg snilld þó það hafi reyndar verið aðeins meiri vindur en ég hefði kosið en samt slapp það ágætlega. Byrjaði hringinn á Gróttu Seltjarnarnesi og fór uppí Mosó. Mestallan tímann með vindinn með mér. Í bakaleiðinni að Gróttu aftur var ég svo með vindinn á móti mér en á móti þá er bakaleiðin auðveldari þar sem meira er um brekkur niðurá við.
Ég var að sjálfsögðu með kveikt á Nokia Sports Tracker í símanum og þannig er leiðin öll skráð. Þeir sem vilja skoða leiðina geta farið inná þennan link hérna http://sportstracker.nokia.com/nts/workoutdetail/index.do?id=256976
Til að fá kortið upp þarf að ýta á S eða H takkann sem eru neðst á kortinu sjálfu, þá kemur satelite mynd af borginni upp. Sports Trackerinn notast við GPS tæknina og þeir sem vilja fræðast um þetta snilldar forrit ættu að snúa sér til Hátækni og spyrja um það.
Og fyrir þá sem eru með Google Earth í tölvunni sinni þá geta þeir séð leiðina líka þar. Það er gert með því að ýta á Download as KML file (það er einn af grænu tökkunum fyrir ofan kortið) og velja Open. Þá opnast Google Earth og sýnir leiðina þar. Hrikalega cool :)
Jájá, smá sölumennska í gangi. En ég er nú líka sölumaður :)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djö... ertu duglegur maður. Er að spá í að fá mér vespu eða segway.
Marinó Már Marinósson, 26.6.2008 kl. 22:06
þakka þér,.....:)
Þú rúllar 100 km með mér þegar þú ert kominn á Vespuna. Færð flottar Vespur í Salt-fjelaginu :)
Steini Thorst, 26.6.2008 kl. 22:24
Vá þetta er snilldin ein. Svakalega varstu flottur þarna Steini - til hamingju.
Hvar fær maður svona síma? (bros)
Linda Lea Bogadóttir, 1.7.2008 kl. 09:22
Linda mín, svona síma fær maður barasta útum allt. Nokia er merkið og kostur en ekki nauðsyn að hann sé með innbyggðum GPS móttakara. En það er ekki síminn sem er aðalatriðið heldur þetta forrit sem maður setur í símann :)
Steini Thorst, 1.7.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.