1.11.2008 | 22:40
Vangaveltur um kosningar og fylgi
Samfylkingin með mesta fylgið? Ég skil vel að Sjálfst.flokkurinn hafi hrunið í fylgi, það segir sig sjálft. En mínar vangaveltur snúast um það hvers vegna það sama á ekki við um Samfylkinguna. Er ekki Samf. í þessari stjórn líka, og þar að auki með bankamálaráðherra? Hvað hefur Samfylkingin gert í þessari stjórn?, hvað í alvöru?
Guð hjálpi okkur svo ef Vinstri Grænir komast til valda. Ekki vildu þeir álverin, sem þó eru kannski eitt af því dýrmætasta sem við eigum nú óskipt eftir. Eitt af því.
Ég er hins vegar ekki að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ljósið í myrkrinu núna, langt í frá. En ég velti því fyrir mér hvort yfir höfuð sé eitthvað einasta vit í því að efna til kosninga núna því ég held að þetta kaós ástand sem ríkir myndi ekki leiða af sér neitt gott í kosningum. Við erum öll reið, við erum hrædd, við erum algjörlega ráðvillt og við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Er það góður tími til að taka stórar ákvarðanir? Þó ný stjórn tæki við á morgun væri ennþá sama vandamál í gangi.
En formann Sjálfstæðisflokksins skil ég samt alls ekki núna. Er það af einskærri þrjósku sem hann heldur áfram að segja að það sé ekkert í spilunum sem bendi til að rétt sé að svo mikið sem huga að því að setja formann Seðlabankastjórnar af? Er það kannski af hlíðni og/eða óttablandinni virðingu við hann? Það er greinilega krafa þjóðarinnar að Davíð fari frá, leikur lítill vafi á því. Það er sömuleiðis krafa samstarfsflokks Sjálfst.flokksins í Ríkisstjórn og allra annara flokka á Alþingi. Þessi krafa er útum allt en alltaf sama svarið. Eða er þetta bara vegna þess að Geir vill ekki láta segja sér fyrir verkum?
Mér finnst þetta beinlínis heimska hjá honum að sprengja ekki á þessu kýli sem Davíð virðist vera, réttilega eða ranglega. Geir er ekki að gera flokknum sínum vel með því að bregðast ekki við, hann er því alls ekki að gera Ríkisstjórn sinni vel heldur og eykur daglega á þá hættu að þessi stjórn springi,.....á tíma sem bara má alls ekki. Geir, stundum þarf maður að vera vondur til að vera góður og nú er stundin til þess.
það má svo seinna velta fyrir sér hvort einhver þarf að segja af sér vegna alls þessa máls. Það væri hins vegar saga til næsta bæjar ef íslenskur stjórnmálamaður segði af sér. En kosningar á þessum tíma er að mínu áliti ekki rétt af ofangreindum ástæðum. En Geir H Haarde myndi klárlega minnka þrýstinginn frá þjóðinni um kosningar með því einu að setja Davíð af. Mér finnst stundum eins og það vanti alla strategíu í stjórnmálamenn.
Varðandi Davíð þá ætla ég að gera orð innheimtufyrirtækisins Intrum (sem væntalega á eftir að stórgræða á ástandinu) að mínum þegar ég beini því til Forsætisráðherra (ef hann þá les bloggið mitt hehe ) að EKKI GERA EKKI NEITT !!!!!
Samfylking með langmest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það skýrir væntanlega fylgishrun sjálfstæðisflokksins umfram sf að fyrrgreindur flokkur hefur í gegnum árin staðið fyrir þeirri peningastefnu sem nú er að sigla í strand, auk þess sem æðsti strumpur flokksins og núverandi seðlabankastjóri mokaði síðan yfir með þeim surealiska hætti sem heimurinn furðar sig nú á.
hilmar jónsson, 1.11.2008 kl. 22:52
Já, eins og ég segi, þá er hrun Sjálfstæðisflokksins ekki það sem ég undra mig á, síður en svo.
Steini Thorst, 1.11.2008 kl. 22:54
Fínt blogg Þorsteinn. Ég hef ekki séð Davíðs málið í þessu ljósi áður og mun hann frá og með morgundeginum ekki starfa sem Seðlabankstjóri. Við ættum svo að hittast sem fyrst yfir norskum geitaosti, og eðal norsku púrtvíni og ræða smá tilboð sem ég er með handa þér.
kv. Geir
Geir H. Haarde (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.