7.11.2008 | 12:01
Hvers vegna ætti hann að hætta?????
Ég sé bara ekki hvers vegna formaður Verslunarmannafélagsins ætti að víkja þrátt fyrir þetta. Það er bara ekki hefð fyrir því á Íslandi að menn axli ábyrgð gjörða sinna. Það dettur aldrei nokkrum stjórnmálamanni eða embættismanni að segja af sér, alveg sama hvað klúðrið er stórt. Og peningastrákarnir, hvílík firra að láta sér detta í hug að einhver þeirra fari að gera það.
Guðmundur Árni er sá eini sem á man eftir að hafa sagt af sér í kjölfar klúðurs. En það var nú ekki meiri meining á bak við það en sú að maðurinn er sendiherra Íslands.
Auðvitað styð ég það og krefst að formaður VR segi af sér. En að ég láti mér svo mikið sem detta í hug að hann geri það er eitthvað sem mér finnst vera fjarstæða.
Vilja stjórn VR burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
við verðum að breita þessari hugsun
Jón Snæbjörnsson, 7.11.2008 kl. 12:03
Bæði hann og stjórnin á að fara. þetta er hagsmunafélag sem á að vera með stjórn sem hægt er að treysta og nóg eru launin hjá formanni VR Þau þarf að LÆKKA
Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:10
Þetta er hvorki stjórnmálamaður né embættismaður. Þetta er maður sem á að gæta hagsmuna minna. Ég hef engan áhuga á manni sem ekki ber hag fólksins fyrir brjósti. Við viljum heiðarlegt fólk í gegn í störfin fyrir okkur.
Jóhanna (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:11
Já auðvitað á hann að fara. Vissuð þið t.d. það að hann fékk í laun árið 2007 fyrir stjórnarsetu sína í KB um 600.000 á mánuði,.....og það fyrir 1 fund á mánuði. 600.000 krónur. Og svo neita menn að axla ábyrgð.
Steini Thorst, 7.11.2008 kl. 12:12
Jóhanna,...ég veit að hann er hvorugt,...en hann er peningastrákur. Segi það aftur, 600.000 á mánuði fyrir einn fund á mánuði.
Steini Thorst, 7.11.2008 kl. 12:13
Ert að gleyma Þórólfi borgarstjóra. Hann tók fulla ábyrgð á því hvernig málum var háttað í olíusamráðinu en hann var líka sá eini sem það gerði.
Var ekki einu sinni með afglöp í starfi sem borgarstjóri.
Vilhelm (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:42
Þórólfur var nú heldur ekki með nein afglöp í starfi hjá Olíufélaginu. Hann var einfaldlega að vinna vinnuna sína. Fannst svolítið langsótt að gera hann ábyrgan fyrir ákörðunum yfirmanna sinna.
Landfari, 7.11.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.