19.11.2008 | 14:32
Getur þú aðstoðað mig?
Ég er að hugsa um að kaupa fyrirtæki sem nú býðst á kostakjörum vegna þess að það er við það að fara á hausinn sökum slælegs reksturs undanfarin ár og mikið af röngum ákvarðanatökum líka sem hefa leitt fyrirtækið og starfsmenn þess í slæm mál.Þetta fyrirtæki veltir um 15 milljörðum króna á ári og þar sem ég er hvorki rekstarfræðingur né fjármálafræðingur, þá hef ég nú þegar auglýst eftir hæfu fólki til að stjórna þessu fyrirtæki mínu ef af kaupum verður.
Og þá kemur að þeirri aðstoð sem ég leitast efti hjá þér lesandi góður.
Tveir fjögurra manna hópar hafa sótt um þau störf sem í boði eru til að annast þennan rekstur:
Annar hópurinn samanstendur af 2 hagfræðiprófessorum, 1 prófessor í viðskiptum og einum viðskiptalögfræðing.
Hinn hópurinn samanstendur af Fornleifafræðing, Dýralækni, Lögfræðing og einum Hagfræðingi.
Hvorn hópinn á ég að velja?
Ákvörðun tekin fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú það. Fyrst ber að athuga eftirfarandi: Hvurra manna er fólkið sem sækir um? Getur það gengið yfir lík? Þá er ég að meina svífst það einskis? Af því að þjóðarskútunni hefur verið stýrt í þeim anda þá er ágætt að þitt starfslið geti stigið ölduna í samræmi við það. Taktu Dagfinn og hans lið.
J.Þ.A (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:52
Ef þetta er fyrir tæki í fornleifa uppgreftri myndi ég nota Dýralækni Lögfræðing og hagfræðing þar sem þetta er nokkuð stórt fyrirtæki á þessu sviði.
Ef fyrirtækið er bara í viðskiptum myndi ég nota fyrri hópinn.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 19.11.2008 kl. 15:13
Ég er ekki sammála því að til Alþingis og ríkisstjórnar eigi bara að veljast há/menntað fólk. Það er bara nauðsynlegt að hafa þverskurð þjóðarinnar á Alþingi, svo eru þau með sérfræðinga og aðstoðarmenn í ráðuneytunum og þar í kring.
Thee, 19.11.2008 kl. 15:13
Jón Ólafur: Þar sem um íslenskt fyrirtæki með 15 milljarða króna veltu er að ræða, er alveg útilokað að um fyrirtæki í uppgreftri fornleifa sé að ræða.
Og Thee: Alveg sammála þessu með þverskurðinn og sérfræðingana. En þá væri nú gott ef notast væri við þessa sérfræðinga.
Steini Thorst, 19.11.2008 kl. 15:39
Hvorugur hópurinn lítur vel út. Þú þarft alvöru fólk. Með lyftarapróf, meira prófið fyrir ökutæki, einhverja kunnáttu í bókhaldi og ódrepandi vilja til að vinna - fyrir lágmarkslaun. Þínir menn eru líklega allir ríkisstarfsmenn og hafa aldrei þurft að hugsa - eða vinna - sjálfstætt
Björn Birgisson, 19.11.2008 kl. 15:45
Er með vinnumiðlun hagfræðinga viðskiptafræðinga og lögfræðinga frá Zimbabe,en svikarar frá Nígeríu sögðu að það væri nóg að þeim á Íslandi þú getur fengið þessa menn
Adolf (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.