497 milljónir manna + 312.000

Ísland er of lítið til að standa utan við EU. Þannig er það bara. Samanlagður íbúafjöldi landa sem eru í EU er 497,5 milljónir. Íslendingar eru um það bil 0,06% af þessum fjölda.

Það er ekki ósvipað því að Stykkishólmur og Grundarfjörður væri með sinn eigin gjaldmiðil og stæðu að auki fyrir utan allt kerfið á Íslandi, væri sér á parti. Ætli það sé ekki betra fyrir Stykkishólm og Grundarfjörð að vera hluti af Íslensku þjóðinni, íslenska kerfinu? Að hólmarar og grundfirðingar geti treyst því að 100 kall þar er það sama og 100 kall í Borgarnesi og Reykjavík? Ætli það sé kannski ekkert vit í öðru fyrir Stykkishólm og Grundarfjörð?

Kannski er þetta einföldun, má vera. En er þetta eitthvað mikið frábrugðið samt, svona í grunninn? Jújú, það geta sjálfsagt einhverjir spekingar komið og sagt að þetta sé ekki sambærilegt. Og það er allt í lagi. Það sem ég er bara að segja er að Ísland er einfaldlega of lítið til að standa utan við EU og krónan okkar er ALLTOF lítil til að hægt sé að vinna með hana hérna eða annarsstaðar. Íslendingar ferðast gríðarlega mikið til Evrópu og í hvert skipti erum við því að greiða þóknun til fjármálastofnana til að fá gjaldeyri. Innflutningur er líka gríðarlega mikill frá löndum Evrunnar.

Hvaða rök, alvöru rök, eru það að vera ekki í EU? Fiskurinn? Common!!!!!


mbl.is Meirihluti styður ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mörg af smáríkjum Evrópu standa utan ESB... svo er heimurinn víst aðeins stærri en Evrópa.

Annars eru það tvær aðskildar umræður hvort að ganga beri í ESB og hvort skipta skuli um gjaldmiðil. Smáríki hafa margsinnis tekið upp gjaldmiðla stærri ríkja án þess að ganga í ESB eða sambærileg fyrirbæri.

Ég skil ekki hvers vegna þér þykir fiskurinn vera svo léttvægt atriði. Síðast þegar ég vissi fékkst helmingurinn af útflutningstekjum Íslendinga af sölu sjávarafurða.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hjartanlega sammála!

Egill Rúnar Sigurðsson, 19.11.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Steini Thorst

Tjahh, fiskurinn skiptir bæði Stykkishólm og Grundarfjörð öllu. Svo það ætti kannski að svara spurningunni. Hann skiptir máli,...en á heildina séð, þá trúi ég því að það sé betra fyrir okkur að vera hluti af stóru bandalagi. Það hefur þegar komið fram að einhliða upptaka evru er ekki valkostur.

Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 00:01

4 identicon

Fiskurinn skiptir miklu máli en það er fleira sem skiptir miklu máli í tengslum við ESB aðild. Yfirvöld þurfa að viðræður við ESB þannig að fólk geti séð hverju það tapar og hvað það græðir með aðild að ESB. Kannski skiptir fiskurinn ekki svo miklu máli þegar horft er til heimilanna í landinu t.d. ef neysluvara lækkar umtalsvert í verði vegna öflugs styrkjakerfis. Þetta vitum við ekki fyrr en málin verða rædd. Fyrir mig persónulega skiptir það minna máli hvort Jón á Íslandi á kvótann eða John í Bretlandi ef kaupmáttur landsmanna eykst til muna.

Birkir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er greinlegt að fólk skilur ekki að 60% af tekjum þóðarinnar er fiskur og því lifum við og eftir að ESB fer að úthluta veiðiheimildum við ísland verður það  ekki okkar hagsmunir sem ráða ferðinni vegn þess að þeir eru aðeins 0.06%

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 00:28

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með því að fólk skoði myndina Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%, land sem er mjög ríkt af auðlindum

Hérna er fróðlegt viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 00:34

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef við förum inn í ESB munu ESB þjóðir eins Bretar, Spánverjar, Portúgalir og Frakkar aldrei samþykkja að við stæðum fyrir utan sameiginlega fiskveiðistefnu. og það þarf bara eitt ríki til að vera á móti og þá fáum við ekki inn.

af þeim sökum munum við aldrei fá inn án þess að afsala okkur fiskimiðunum. allir nema stuðningsmenn esb hérna á Íslandi viðurkenna þetta. segja að við getum aðlagað okkur að þeirra kerfi. 

ef við förum inn mun byggð í Grundarfirði, Snæfellsbæ og mest megnis Hólminum leggjast af. 

Fannar frá Rifi, 20.11.2008 kl. 01:02

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég hef alltaf séð fyrir mér að t.d. Vestmannaeyjar hafi sér gjaldmiðil og eða sé fríríki.   Nei bara sjá grín. 

Marinó Már Marinósson, 20.11.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband