20.1.2009 | 21:02
Meiri endaleysan......
Mér finnst það alveg með ólíkindum að stjórnin skuli ekki boða til kosninga, það er klárlega vilji flestra. Það kemur berlega í ljós í öllum þessum mótmælum og það kemur berlega í ljós í skoðanakönnunum. Það er engin forysta í gangi, bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru búin að drulla uppá bak í aðgerðaleysi sínu. Og hvað Samfylkinguna varðar, þá hljóta þetta að vera einhver mestu vonbrigði sem stuðningsmenn hennar geta orðið fyrir. Ingibjörg Sólrún og co eru semsagt þegar allt kemur til alls nákvæmlega eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem Samf, er búin að gagnrýna mestalla sína tíð. Engin segir af sér, enginn lýsir yfir ábyrgð, enginn segir af sér. Allir bara voða ánægðir með starfið sitt.
En varðandi mótmælin, þá styð ég þau. Mér finnst hins vegar að orka mótmælenda sé að beinast um of í rangar áttir, þ.e. að lögreglunni. Lögreglan verður að sjálfsögðu að sinna starfi sínu, getur ekki bara sleppt því. Og ef gengið er of langt, þá verður lögreglan að gera slíkt hið sama, að ganga einu skrefi lengra. Að ganga á eftir lögreglumanni og lemja priki í hjálminn hans er bara ögrun við lögregluna, ekki krafa um kosningar. Að henda eggjum eða steinum í lögregluna er bara ögrun, ekki krafa um kosningar.
Stríðið er ekki gegn lögreglunni þó hún hafi þá skyldu að verja þinghúsið. Lögreglan úðar ekki piparúða á mann sem hendir eggi í Alþingishúsið. En ef þessi sami maður hendir eggi eða steini í lögreglumanninn sjálfan, þá gæti hann átt á hættu að fá úðann yfir sig. Það segir sig sjálft.
Höldum áfram að mótmæla en hættum að ráðast á lögregluna.
Lögregla beitir úða og kylfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki verið alveg sammála þér með að það sé augljóst að það skuli farið í kosningar, þessi mannsöfnuður sem er búinn að vera mótmæla þarna í dag nær ekki 1% af þjóðinni og bara því miður þá er það allavegana fyrir mínar sakir ekki að segja mér að allir vilja kosningar.
Persónulega myndi ég ekki vilja fá kosningar í dag, því hver á að taka við, er þetta lið sem er að standa í framapoti á þessum tímum eitthvað skárra en það sem situr sem fastast við stjórn núna?
En ég er sammála þér að mótmælendur eru með allavegana hóp af liði sem er að eyðileggja fyrir restinni, grjótkast, skemmdarverk og þess háttar gerir ekkert annað en að koma vondu orði á mótmælin.
Halldór (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:34
Halldór þú ert algjört fífl. Skilurðu ekki að á bak við þetta eina prósent þjóðarinnar sem þú talar um eru a.m.k. 60-70 prósent sem eru á sömu skoðun miðað við að ríkisstjórnin hafi aðeins 30 prósent stuðning meðal þjóðarinnar en er það ekki einmitt heildarfjöldi rassasleikjara Dabba drulluhala svona eins og þú?
corvus corax, 20.1.2009 kl. 21:59
Þótt hafi ekki getað verið þarna í dag og kvöld, þá var ég þarna í anda og svo er vafalaust um marga, mjög marga aðra að ræða. Þetta 1% sem Halldór talar um er því þarna á mínum vegum, kærar þakkir fyrir það. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og lögreglumenn eru að vinna sína vinnu, sumir af meira kappi en aðrir.......því miður. Hitt er annað mál, að forsætisráðherra Á AÐ VÍKJA, en ekki fyrr en hann hefur rekið stjórn Seðlabankans eins og hún leggur sig og formanninn hennar helst tvisvar. Í öllum siðmenntuðum löndum hefði ekki einu sinni þurft að fara fram á slíkt hvað þá að standa í mótmælum vikum saman.
Jónína (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:03
Halldór: Ég vill heldur ekkert fá kosningar Í DAG en ég vill að Geir boði til þeirra og að hann geri það í dag. Og hver á að taka við? Well, í mínum huga í dag er það eini flokkurinn sem virðist hafa orðið AFSÖGN í sínum orðabókum, Framsókn. En eins og ég segi, vill að boðað verði til kosninga í vor og þá svosem geta þessir blessuðu flokkar fengið tækifæri til að stokka upp hjá sér. Held að sá flokkur sem stokkar rækilega upp sé sá flokkur sem mun vinna. Og ég get líka alveg sagt þér að það er miklu meira en 1% þjóðarinnar sem hefur staðið fyrir mótmælum síðustu vikur og mánuði hvort sem það er með því að mæta í bæinn, skrifa um það eða bara tala um það við næsta mann.
Steini Thorst, 20.1.2009 kl. 22:18
"Well, í mínum huga í dag er það eini flokkurinn sem virðist hafa orðið AFSÖGN í sínum orðabókum, Framsókn."
ROFL.
Jamm setja höfuðpaura spillingarinnar aftur á stól ! Kannski fá reynsluboltans Valgerði, Halldór og Finn Ingólfs sem ráðherra.
Jeminn...má ég þá frekar biðja um hálfvitana sem eru þarna !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.