Gjörningurinn fullkomnaður

Jæja, þá er Ólafur útrásarvíkingur Grímsson búinn að fullkomna gjörninginn. Hann er búinn að skrifa undir að koma skuli Davíð frá, eina tilgang frumvarpsins. Nú hlítur allt að verða betra er það ekki? Sjálfstæðisflokkurinn ekki í stjórn og Davíð farinn úr Seðlabankanum. Verður ekki lífið yndislegt núna kæru mótmælendur?

Ég verð bara að viðurkenna að ég kvíði næstu mánuðum enn meira núna. Þessi 80 daga stjórn á eftir að "koma svo mörgum málum í verk", málum sem eru til þess eins fallin að vinna atkvæði í vor, bara tímabundið vinsæl málefni, engin erfið mál,....

Í ástandi eins og því sem nú er, þurfum við að mjög reynslumiklu fólki að halda við stjórnvölinn. Ég er skíthræddur um að nú sé hins vegar komin ríkisstjórn sem mun ekki og kann ekki að taka á málum með þeim hætti sem þarf að gera. Þora ekki í þann niðurskurð sem þarf. Eru á kafi í nornaveiðum og slá ryki í augun á kjósendum með því að draga til baka þann niðurskurð sem þegar var búið að ákveða að nauðsynlegur væri.

Þessi gjörningur um Seðlabankann er ein endaleysa frá upphafi til enda og til þess gerð að þóknast nokkrum mótmælendum. Þetta verða dýrkeypt fljótfærnismistök.


mbl.is Búinn að staðfesta lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Allir virðast vera að missa vitið í stað þess að snúa bökum saman og hugsa lausnamiðað.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.2.2009 kl. 21:01

2 identicon

Með þessu hefur forsetinn jafnframt undirritað sinn pólitíska dauðadóm.  Nú mun fjara hratt undan honum.

Ríkisborgarinn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Dapurlegt að horfa upp á  - eins og í "vanþróuðum"  löndum þar sem fók er grítt til bana - þessi maður þarna á besastöðum á að víkja

Jón Snæbjörnsson, 26.2.2009 kl. 21:55

4 identicon

Þið eruð eins og gamalt fólk; hrædd við breytingar.

Kjósandinn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 21:59

5 identicon

Þeir sem vilja nýjan forseta geta staðfest vilja sinn á Facebook undir group "NÝJAN FORSETA".

ErrErrErr

Raskolnikof (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:45

6 identicon

Kjáni getur thú verid Steini.  Thú hefdir betur hraedst í tíma og sleppt thví ad kjósa sjallana sem bera ábyrgd ásamt framsókn á gjaldthrota Íslandi.

Dabbi, ásamt Dóra, hefur verid mesti skadvaldur í ísl. stjórnmálum.  Kvótakerfid er algjörlega óréttlaetanlegt.

Gangi thér vel í sölumennskunni!  Ég gaeti étid tonn af súkkuladikökum..NAMMI NAMMI NAMM!!!

Tryggvi Tumi Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:51

7 Smámynd: Steini Thorst

Það eru margir sem bera ábyrgð, það er alveg klárt. Jón Baldvin ber líka mikla ábyrgð, EES you know !!!

Auðvitað bera allir stjórnmálamenn ábyrgð á því að hafa viljað og stuðlað að frjálsu Íslandi, markaðssvæði og breytt hlutunum í þá átt að Ísland hefur komist á kortið fyrir eitthvað aðeins meira en þorsk, hreint vatn og pínkuponsulitla þjóð sem engu skiptir í alþjóðasamfélaginu. Auðvitað bera þeir ábyrgð á því að koma okkur í það. Og ég ber ábyrgð líka því ég kaus þá til þess. Meirihluti þjóðarinnar ber líka ábyrgð vegna þess að meiri hluti þjóðarinnar kaus þá til þess.

Hvernig farið var svo með þetta frelsi er aftur allt annað mál og stjórnmálamenn síðustu ríkisstjórna bera auðvitað ábyrgð á því að hafa ekki sett nógu öflug höft á þetta frelsi. Þá er ég að tala um Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og að sjálfsögðu einnig Samfylkinguna.

Eini stjórnmálamaðurinn í ríkisstjórn hins vegar sem ég man eftir að hafi amk reynt að setja höft af einhverju tagi á auðmenn var samt Davíð Oddsson þegar hann lagði fram fjölmiðlafrumvarpið sem þjóðin ætlaði að hengja hann fyrir. Forsetinn kláraði það þó á endanum með því að hafna því að skrifa undir. Undirskrift hans í dag er því hálf hjákátleg í því samhengi. Öllu rumpað af á mettíma, bæði tilbúningi frumvarpsins, afgreiðslu þess á Alþingi og að lokum hjá Ólafi Ragnari.

Nornaveiðar þær sem átt hafa sér stað á Davíð Oddsson eru ekkert annað en það, nornaveiðar.

Steini Thorst, 26.2.2009 kl. 23:09

8 Smámynd: Steini Thorst

Og ég gleymdi að segja,................ég myndi og mun aftur kjósa þá til þess. Jafnaðarmannastefnan hugnast mér engan veginn, bara alls ekki. Ég vill hið frjálsa Ísland aftur, ég vill að það verði aftur cool að koma til Íslands, ég vill að menn geti orðið efnaðir hérna. Ég vill þetta allt aftur,.......en auðvitað með þeim breytingum sem nauðsynlegar eru kerfislega séð.

Það er fjármálakreppa allsstaðar í heiminum, hinum vestræna amk. USA, UK, SE, DE, FR,...í öllum þessum stóru og risastóru löndum er fjármálakreppa. Hún sem slík er ekki stjórnmálamönnum á Íslandi að kenna. En stærðargráða fallsins hér er eins og áður segir á ábyrgð margra. 

Steini Thorst, 26.2.2009 kl. 23:23

9 identicon

Vá hvað ég er sammála þér, þetta er ótrúlegur gjörningur!  Ekki er ég nú lögfræðingur en ég veit samt að í 1mgr,20gr laga nr 33 frá 1944 (íslensku stjórnarskránni) segir:

Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt.

Katrín (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:53

10 Smámynd: Steini Thorst

Það er alveg rétt hjá þér að bannað er að skipa erlendan ríkisborgara embættismann. En Jóhanna fann leið til þess, hún SETTI hann í staðinn og það má..............

Steini Thorst, 27.2.2009 kl. 13:59

11 identicon

Já einmitt... segir það ekki allt sem segja þarf um þessa ríkisstjórn.  Finnur sér leiðir framhjá lögunum og það meira að segja stjórnarskránni !   Frábært fordæmi !

Katrín (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband