Hvað er eiginlega málið?

Ég hljóma kannski eins og tvíburinn sem fékk ekki sömu athygli frá mömmu sinni og bróðirinn. EN.......hvað er eiginlega svo merkilegt við iPhone að svona miklar fréttir berist af því að nú sé að koma ný útgáfa með 3G? það er eins og Apple hafi verið að finna upp 3G og það er eins og það sé eitthvað breakthrough í gangi á farsímamarkaðinum af því að Apple er að koma með tækni í símann sinn sem ALLIR farsímaframleiðendur í heiminum hafi verið með í sínum símum svo árum skiptir og telst ekki til tíðinda.

Hvað er svona merkilegt?

Jú, ég skil alveg lætin sem áttu sér stað þegar iPhone kom fyrst enda var þar um ákveðið breakthrough að ræða, þ.e. virkni snertiskjásins. það var reyndar það eina sem var merkilegt við hann. Hann var hins vegar hriklega tæknilega vanskapaður eins og flestir vita svo þess vegna kemur nú endurbætt útgáfa með 3G tengingu sem er auðvitað algjört grundvallaratriði þegar um slíka margmiðlunargræju er að ræða.

En samt kemst þetta í fréttirnar. Hvað er svona merkilegt spyr ég aftur??

Nokia, SonyEricsson, Samsung og HTC eru allir að gera miklu flottari hluti í farsímum. Jú, það er rétt, enginn þeirra er komin með á markað sambærilegan snertiskjásíma þó allir séu þeir á leiðinni með slíkt. Reyndar er HTC Diomond við það að detta á markað og hann ku vera algjört breakthrough. En varla er snertiskjárinn einn nóg til að komast í fréttirnar. Vonandi ekki því þá verða fréttamiðlar troðfullir af farsímafréttum næstu mánuðina og árin.

iPhone er hrikalega flott græja, ég tek undir það. En sem sími er hann ekki samanburðarhæfur við hvorki Nokia né SonyEricsson. Það er bara staðreyndin. Sem sími er hann óþægilegur í notkun vegna skorts á tökkum, vegna stærðar og vegna þess að hann er mjög viðkvæmur sökum mjög stórs skjás. Sem sími er hann ekki góður. En sem MP3 spilari er hann mjög flottur, virkilega flottur.


mbl.is Óvíst hvenær iPhone 3G kemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fossar blóð í fótboltans slóð

Sumir segja að knattspyrna sé eins og trúarbrögð. Að mörgu leyti er hægt að taka undir það,.....mörg stríð eiga rætur sínar að rekja til trúarbragða. Óeirðir hafa á hinn bóginn oft skapast vegna knattspyrnu,...eins vitlaust og það er nú.

Í fréttinni sem ég tengi þetta þurfti að handtaka 100 stuðningsmenn vinningsliðsins vegna þess að þeir sáu ástæðu til að ráðast á stuðningsmenn tapliðsins. Er það ekki venjulega á hinn veginn??

Ég fór líka um daginn að horfa á leik Man United og Barcelona. Ég fór í Ölver að horfa á hann og stóð með Barcelona. Ég var spurður hvort ég vildi virkilega láta berja mig á staðnum. Vissi semsagt ekki að hann var yfirfullur af Man Utd fylgismönnum. Ég mátti víst bara þakka fyrir að Barcelona vann ekki,........

Djöfull mega menn vera vitlausir þegar boltaleikir eru annars vegar.


mbl.is 100 Þjóðverjar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær byrjun á ferðalagi,..hahahaha :)

Rosalega hlítur maðurinn að vakna með ofboðslegan móral. Ég þekki tvo gaura sem voru á leið í spánarferð fyrir 2 árum síðan og misstu sig svona í gleðinni í Leifstöð að þeim var vísað á dyr, höguðu sér víst eins og hálfvitar. Þetta dæmi kostaði þá yfir 100.000 á mann í reddingum daginn eftir til að komast í ferðina sem þeir voru búnir að kaupa og skipuleggja. Ég viðurkenni það bara að ég skellihló af þeim,...áttu þetta svooooo skilið Tounge

Held að menn ættu nú bara að hafa samband við SÁÁ þegar staðan er orðin svona.


mbl.is Handtekinn í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knattspyrna - EM 2008

Ég hef tekið þá stóru ákvörðun að gerast knattspyrnuáhugamaður. Það vita þeir sem mig þekkja að knattspyrna hefur ekki beint tekið tíma frá mér síðan ég spilaði á unglingsárunum. Ferill minn var ágætur eftir að uppgötvaðist að ég var ágætur í marki. Hins vegar var ég alltof lengi úti á velli og afrek mín þar voru ekki mikil, skoraði eitt mark og það alveg óvart, fékk boltan í nefið í hornspyrnu að marki andstæðinganna.

En semsagt, ég hef ákveðið að prófa núna á EM að verða meiri áhugamaður um þessa vinsælustu íþrótt í heimi, (amk hvað áhorf varðar kæru golfarar). Hef alltaf fylgst með 8 liða úrslitum á HM og haft gaman af því að horfa á einn og einn stórleik en mér hefur alltaf verið skítsama hver vinnur. Ég fór meira að segja á Nu-camp og horfði á Barcelona leika einn leik. Man hins vegar ekki gegn hverjum Woundering Ég hef reyndar alltaf haldið pínkuponsu með þeim tveim liðum sem Eiður Smári hefur verið í frá því að hans frægðarsól fór að rísa hvað mest en hann hlítur kallinn að vera kominn með rasssæri eftir veru sína hjá Bercelona. Ég ætla nú samt ekki að ganga svo langt að fara að horfa á íslenska knattspyrnu því ég fæ alltaf svolítinn kjánahroll þegar ég sé leikina hjá löndum okkar.

Það er má segja sjálfgefið að ég haldi með Svíþjóð á EM. Bæði vegna þess að það er eina norðurlandaþjóðin sem tekur þátt en líka vegna mikilla tengsla minna við Svíþjóð. En svo er hitt. Þegar og ef Svíþjóð dettur út, með hverjum á maður þá að halda? Þýskalandi? Spán?, Ítalíu, Króatíu?

Hvað segir þú Steini frændi, hvar eru mestu líkurnar á því að ég eigi eftir að sitja límdur við skjáinn í úrslitaleiknum? Hvað segið þið hin?


Hugsjón eða ??

Og hvað ætlar Sturla svo að hafa á stefnuskránni, afnema gjöldin af eldsneyti, kannski vaskinn líka? Æi common! Þessi barátta hans var fyrir löngu orðin skrípaleikur og nú þegar hann hefur ekki fengið athygli í nokkra daga og í raun enga jákvæða athygli svo vikum skiptir, þá ætlar hann að stofna stjórnmálaflokk :)

Þetta minnir nú um margt á manninn sem á víst þetta nafn, Lýðræðisflokkurinn, Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi. Sturla hefði kannski átt að íhuga bara forsetaembættið, Ástþór hefði borgað það fyrir hann.

Nei, að öllu gríni slepptu þá ætti hann bara að halda áfram að gera það sem hann er að gera og hann er örugglega öflugur í því að berjast fyrir hagsmunum sinnar stéttar. En stofnun stjórnmálaflokks með í raun bara eitt mál á dagskrá er út í hött og grefur nú bara undan trúverðugleikanum. Meira að segja Gvendur Jaki stofnaði ekki flokk heldur starfaði bara öflugt í þágu þess sem hann barðist fyrir og gerði vel.


mbl.is Gefur ekkert eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí, eða þannig !!

Ég ákvað fyrir nokkru síðan að taka frí frá vinnu þessa viku. Það er nú skemmst frá því að segja að ég þurfti að mæta á skrifstofuna á þriðjudag. Svo þurfti ég að koma í dag vegna þess að mjög mikilvægur fundur við minn helsta viðskiptavin hafði verið bókaður í dag. Ok, ekkert mál hugsaði ég nú og mætti að sjálfsögðu nokkrum tímum áður til að undirbúa fundinn. Hálftíma fyrir hann kom frestun til morguns svo ég þarf að mæta aftur á morgun. Jamm, frí þessa vikuna.

En hvaða máli skiptir það svosem, það er bara hundleiðinlegt veður, rigning og hvasst og ekki hægt að rúlla sér neitt á skautunum. Þriðjudagurinn var eini dagurinn sem það var hægt svo ég tók 35 km þá. Náði ágætis tíma en ekki nógu gott samt.

Annars erum við feðgar bara búnir að stunda sundið grimmt í vikunni og Óðinn náði því í gær í fyrsta skipti að finna til öryggis í lauginni. Hann synti eins og selur,....eða kannski frekar eins og andarungi, sleppti hendinni af mér og fílaði sig í botn. Nú er bara að halda þessu áfram og gera úr honum sundkappa eins og kall faðir hans var á sínum yngri.

Hvað er eiginlega málið með veðrið hérna? Var að horfa á veðurfréttir og það er bara eitt framundan, rigning, rigning og aftur rigning. Eina vitið hefði verið að fljúga á vit ævintýra í suðrænu landi og eyða nokkrum rándýrum evrum. Eða,...kannski maður bara fari aftur austur, þar er ALLTAF gott veður :)


Ætli Bubbi semji lag um þetta?

Ég tilheyri þeim hópi fólks sem hef tjáð mig um þetta mál með þeim hætti að öðruvísi hefði átt að standa að málum og ekki skjóta nema í nauðvörn.

En..........það ber þó að líta á allar hliðar málsins. Ísbirnir eru engin smá dýr. Geta vegið allt að 700 kg og geta náð 45 km hraða á hlaupum. Þefskyn þeirra eru margfalt meira en í hefðbundnum hundi. Það má auðvitað ekki gleyma að björninn var bara í 15 km fjarlægð frá Sauðárkróki, 5km frá næsta sveitabæ. Það tæki hann einungis örfáar mínútur að komast þangað. 

Rostungar eru heldur engin smá dýr og ég myndi ekki vilja mæta einum slíkum í vígaham. Hvítabjörn hins vegar veigrar sé ekki við það. Það sést best á meðfylgjandi myndbandi þar sem Hvítabjörn er að drepa Rostung.


mbl.is „Harma ísbjarnardrápið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurferðin

Jæja, þá er maður kominn til baka frá Reyðarfirði. Vá, þetta var geggjað og ekkert minna.

Ferðin byrjaði nú reyndar þannig að þegar ég var kominn rétt austur fyrir Hvolsvöll, ca 10 km, þá hvellsprakk á Benzanum á öðru framhjóli. Slapp nú reyndar alveg því ég var bara á 130,.....Undecided En það sem verra var, ég var ekki með varadekk. Hringdi þá á hjólbarðaverkstæðið á Hvolsvelli til að fá þá til að sækja mig en enginn svaraði, klukkan var nefnilega 12:30 og lokað í hádeginu. Ég húkkaði mér því far á Hvolsvöll með dekkið og þá var búið að opna. Dekkið var auðvitað ónýtt svo ég þurfti að kaupa nýtt og svo hélt bara ferðin áfram án frekari vandræða og við vorum komin austur um kl 19.

Föstudagskvöldið hófst svo formlega klukkan 21 heima hjá einni úr hópnum. Þar voru skoðaðar myndir frá unglingsárunum, hlustað á tónlist frá þessum tíma og rifjaðar upp skrautlega sögur. Enduðum svo á því að fara á pöbbinn og hitta fleiri reyðfirðinga en 3 aðrir árgangar voru með sín árgangsmót þessa sömu helgi, 68, 72 og 73.

Kl 11 á laugardagsmorgun hófst svo formleg dagskrá. Skoðuðum gamla og nýja skólann, íþróttahöllina sem er sú stærsta á austurlandi og með þeim stærstu á landinu, bærinn í heild sinni skoðaður sem og álverssvæðið og allar þær breytingar sem það hefur haft í för með sér fyrir bæinn. Allt meira og minna mjög jákvætt. Presturinn sem fermdi þennan hóp fyrir 25 árum síðan var svo fenginn líka til að bæði blessa þetta djamm okkar og minnast fallinna félaga, Garðars og Árna. Dagskráin um daginn endaði svo á stríðsminjasafninu með reiptogi við 68 árganginn. Við gjörsigruðum þau að sjálfsögðu enda um fertug gamalmenni þar að ræða Grin

Um kvöldið kom svo hópurinn saman á Café Kósý og borðaði. Allir árgangarnir djömmuðu svo frameftir nóttu með miklum söng, dansi og mögnuðum sögustundum.

Mig langaði ekki nokkurn skapaðan hlut að fara í burtu. Mig langaði að kaupa hús þarna. Mér þykir alveg hrikalega vænt um Reyðarfjörð og það sem kannski skiptir ekki minna máli, mér þykir óendanlega vænt um fólkið mitt þar, vinina sem ég ólst upp með. Vinina sem fóru í gegnum svo ofboðslega dýrmætan og mótandi tíma með mér. Ég hef aldrei áður áttað mig á hversu djúpar rætur mínar og taugar eru til þeirra. Og nú er ég að verða jafn væminn og ég var orðinn á laugardagskvöldið,.......Blush

En semsagt í einu og öllu frábær ferð.


Dagurinn í dag og helgin framundan

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Þvílíkur skjálfti, segi ekki annað. Ég var að tala í símann þegar hann reið yfir og rosalega var þetta mögnuð tilfinning. Svakalegt auðvitað að heyra svo fréttirnar af því hvernig allt fór fyrir austan fjall en sem betur fór slasaðist enginn mikið. Við erum ansi lítil gagnvart náttúrunni, svo mikið er víst.

En á morgun hefst helgi sem ég er búinn að bíða lengi eftir. Árgangsmótið okkar bekkjarfélaganna úr 69 árganginum á Reyðarfirði. Ég ætla að keyra austur og legg því af stað um kl 11 í fyrramálið. Það er svakaleg spenna í mér fyrir þetta því ólíkt flestum úr árganginum, þá hef ég ekki séð þau í mörg mörg mörg ár flest hver. Stór hluti árgangsins býr nefnilega ennþá fyrir austan eða eru komin þangað aftur. Þar fyrir utan þykir mér alveg ofboðslega vænt um æskustöðvarnar sem lýsir sér nú best í viðbrögðum mínum þegar einhver skýtur að mér með hæðni að mesta fjörið sé einmitt þar.

Það eru bæði góðar og slæmar minningar frá Reyðarfirði en taugarnar eru miklar, enginn vafi á því. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki komið austur síðan ég fór þaðan 1984 en það hefur verið í mýflugumynd og ég hef ekki hitt marga í þau skipti sem ég hef komið. Þetta verður æðislegt Smile

Það er ótrúlega margt sem ég gerði í fyrsta skiptið á ævinni á Reyðarfirði

Fyrsta ástin, fyrsti kossinn, fyrsta xxxx, fyrsta kærastan, fyrsti smókurinn, fyrsti sopinn, fyrsta íþróttafélagið mitt, keyrði fyrst bíl, keyrði fyrst mótórhjól, lennti í fyrsta skiptið í löggunni, slasaði mig í fyrsta skipti alvarlega, fyrsta rothöggið (both ways), fyrsta ballið, fyrsta hljómsveitin, fyrsti dansinn.................

þar lærði ég að lesa, skrifa, reikna, smíða, sigla, mála, veiða silung, pækla síldartunnur, kútta fisk, drepa máva, drepa rottur, stela kríueggjum, stela súkkulaði úr kaupfélaginu, spila fótbolta, synda, slást og að blanda á ferð W00t En þar lærði ég líka að lífið getur gjörbreyst á einu andartaki.

Á morgun er svo fyrsti dagur síðasta ársins sem ég er thirty-something og ég hef ekki haldið uppá afmælið mitt með bekkjarfélögunum síðan ég varð 10 ára eða fyrir 29 árum síðan. BARA gaman Grin

Góða helgi all i hoppa


Skemmtiefni

Alveg er það djók að horfa á íslenska landsliðið bæði nú og fyrr "spila" knattspyrnu Grin  Reyndar á þetta ekkert bara við um landsliðið heldur bara íslenska knattspyrnu. Þetta er bara djók.
mbl.is Ísland tapaði 1:0 gegn Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndavélasímarnir standa fyrir sínu

Nú eiga bara allir að fara og kaupa sér myndavélasíma og halda uppi öflugu eftirliti með lögreglumönnum. Nei, þetta er nú líklega bara eitt af örfáum rotnum eplum í liðinu. EN,.... miðað við fjölda lögreglumanna þarna á staðnum þegar þetta er tekið upp, hvað getið þið ímyndað ykkur að hefði orðið um þetta mál ef ekki væri fyrir þetta myndbrot?

Verð að viðurkenna að mér finnst þetta ansi ljótt að sjá. Þarna er um mann að ræða sem er sérþjálfuður í að handtaka menn við flestallar aðstæður. Hann tekur ungan dreng kyrkingartaki vegna þess eins að hann svaraði fyrir sig. Ljótt mál.


mbl.is Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki við um íslendinga

Það er nú þannig með dani að þeir eru í endalausum fríum. Því hef ég kynnst í gegnum árin sem ég hef í gegnum starf mitt átt viðskipti við dani í dönskum fyrirtækjum. Ætli þeir fitni ekki bara svona mikið á barnum á níundu og svo aftur á átjándu? 

Á sama tíma koma svo íslenskir karlar í kjörþyngd og valta yfir danina, kaupa upp fyrirtækin. Dæmin eru mörg. Jón Ásgeir, Hreiðar Már í KB, Björgólfur Thor, Bjössi í WorldClass og fleiri "þungavigtar"menn eru allir í massaformi,...eða amk ekki í yfirvigt.


mbl.is Aukakíló auka framalíkur karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júrópartý í kvöld

Þá er júródagurinn runninn upp og það verður bara að segja eins og er að ég er hrikalega spenntur fyrir kvöldinu. Spennan byggist nú kannski ekki beinlínis að því hvort við vinnum keppnina eða ekki heldur hvort þau Regína Ósk og Friðrik Ómar muni ná að flytja lagið jafnrosalega vel og þau gerðu á fimmtudaginn. Þvílíkur flutningur sem það var. Ég efast reyndar ekkert um að þau muni skila jafnvel eða betur í kvöld.

Það verður partý hjá mér og ég er byrjaður að stilla græjurnar. Búinn að stilla upp auka hátölurum og svaka bassaboxi svo sándið verði nú í lagi. Vona samt pínulítið að Gísli nágranni verði ekki heima í kvöld svo maður geti blastað þessu með hreinni samvisku. Nema ég bara bjóði honum líka........hver veit.

En það er ekki bara júródagur því Flugdagurinn er í dag og því liggur leið okkar Óðins beint niður á Reykjavíkurflugvöll eftir hádegi í dag. Það verður fullt af spennandi hlutum þar að sjá. Heyrði því meira að segja fleygt að franski flugherinn sem sér um að vernda okkur fyrir vondu köllunum þessa dagana muni taka eins og eitt flyby.

En semsagt flugjúródagur í dag og hugsanlega Nasa í kvöld.

Og að lokum, stóra spurningin: Hvaða þjóð verður í 5. sæti í kvöld?  Whistling


Kjánahrollur dauðans

Ég get ekki gert að því en ég fyllist svo mikilli ættjarðarást og stolti þegar ég sé þetta myndband...................................eða ekki Whistling


Gas...........

Þessi könnun þeirra var líklegast gerð fyrir tíð Gas-lögreglunnar Police
mbl.is Ísland friðsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband