Kerfið, hið opinber og endaleysan þar. Skítt með kerfið kannski?

Það er alveg með ólíkindum hvað opinberar stofnanir geta verið mikill frumskógur að fara í gegnum.

Í apríl flutti dóttir mín alfarið til mín og það var tilkynnt til Þjóðskrár um leið og lögheimilið var fært. En svo þurftum við mamma hennar að fara til sýslumanns til að gera þetta nú allt formlega. Reyndar alveg furðulegt að það þurfi þegar um fullkomið samkomulag er að ræða, snýst bara um að dóttir okkar er að flytja frá henni og til mín. Hefði í mínum huga átt að vera bara nóg að við skrifuðum bæði undir skjal þess efnis. Ok, fine,....við mættum á tilsettum tíma, sem btw var einum og hálfum mánuði eftir flutninginn því engan annan tíma var að fá. Við biðum á biðstofunni hjá sýslumanninum í Reykjavík í einhvern hálftíma áður en við vorum kölluð inn. Þar mætti okkur skrifstofa innréttuð árið 1976 með starfsmanni innréttuðum 1976 líka. Hvorugt hafði breyst á þessum tíma.

Það eina sem okkur var sagt að gera var að mæta bæði. En það fyrsta sem Hr. 1976 gerði var að spyrja hvort við værum með skilnaðarpappírana. Hmmm,....nei sko, við erum löööööngu skilin og gerðum það hérna fyrir 13 árum síðan. Við erum ekki að skilja, við erum bara að ganga frá því að dóttir okkar er að flytja frá móður til föður. Okkur var sagt að mæta hingað. Já ég skil,....en eruð þið með sönnun þess að þið séuð skilin spurði hann,.....döhhh. Nei, við erum ekki með sönnun fyrir því aðra en orð okkar og við getum svo svarið að við erum skilin. Sérð þú ekkert í tölvunni þinni um það þar sem við erum jú hjá Sýslumanninum í Reykjavík og á Sifjadeild sem annast skilnaði? Sérðu ekkert þar? Hmm,...nei en augnablik sagði hann og fór fram.

Hr. 1976 kom aftur eftir ca hálftíma með blað í höndunum, Jæja, hérna stendur að þið hafið skilið fyrir 13 árum síðan. Ég var nú orðinn smá pirraður á þessu og hreytti því hálfpartinn útúr mér að það hefði einmitt verið það sem við sögðum honum bæði fyrir hálftíma.

En semsagt núna var það sannað svo nú var hægt að breyta dvalarstað dóttur okkar. Í skjalinu kom svo auðvitað fram að breyting yrði á meðlagsgreiðslum. Semsagt nú færi ég að fá greitt meðlag í stað þess að greiða það. Við spurðumst fyrir um það hvernig ferlið yrði á því, hvort hann gengi frá slíkum málum á staðnum. Nei, ekki er það svo sagði hann. Þið þurfið að bíða í nokkra daga og þá fáið þið sent stimplað bréf sem svo ætti að fara með til Tryggingastofnunar til að tilkynna þessa breytingu og að ég þyrfti að sækja þar um meðlag. Hmm,...ok ekkert mál.

Ég fékk bréfið 3 dögum seinna og fór í Tryggingastofnun. Þar gekk reyndar allt alveg ágætlega og mér sagt að þetta myndi nú ganga allt sjálfvirkt fyrir sig og ég fengi greitt meðlag næstu mánaðarmót á eftir. En ég þyrfti þó að hafa samband við Innheimtustofnun sveitafélaga sem sér um að rukka meðlag og tilkynna þar að ekki ætti lengur að draga af mér. Ég gerði það en þó með ótrúlegum flækjum. Ætla ekki einu sinni að reyna að rekja hringavitleysuna sem ég fór í þar til að leiðrétta ofgreitt meðlag frá mér. 

Svo komu mánaðarmótin og ekkert meðlag. Á föstudaginn hringdi ég í Tryggingastofnun og spurðist fyrir um þetta. Þar var mér í þetta skiptið tjáð að þar sem ég bý í Kópavogi eigi ég að tala við Sýslumanninn í Kópavogi. Klukkan var orðin 3 svo ég varð að bíða til mánudags. Hringdi reyndar ekki fyrr en í dag þangað og sagðist vera að spyrjast fyrir um þetta. Nei sko, þú verður að sækja um þetta fyrst. Já, ég er búinn að því sagði ég. En þú verður fyrst að fara til Sýslum í Rek og tilkynna þetta. Hmmm,......ég er löngu búinn að því. Nú? Þá þarftu að fara niður í Tryggingastofnun og fylla þar út....................Nei heyrðu sagði ég,....ég er búinn að þessu öllu. Það er allt frágengið hjá Sýsla í Rek, hjá Tryggingastofnun, hjá Innheimtustofnun og allsstaðar,....það hefur bara ekki borist greiðsla og mér var sagt að tala við ykkur. Nú? Heyrðu, ætla þá að gefa þér samband við konuna sem sér um þessi mál......................sko eftir 5 mínútna samtal og hálfgert rifrildi.

Sú sem kom í símann sagði málið einfalt. Ekki væri búið að færa lögheimili Alexöndru og þess vegna stoppaði allt. Sagði mér að hringja í Þjóðskrá. Ég gerði það og eftir mikinn eltingarleik við rétta manneskju kom í ljós að tilkynningin hafði borist en mamma Alexöndru hafði gleymt að undirrita hana. Hún er búin að því núna svo núna loksins ættu málin að vera komin í rétt horf.

En hvað er málið eiginlega með þetta kerfi,..........er eitthvað skrítið að það sé dýrt að reka þetta bákn allt þegar ekki eitt einasta skref sem tekið er, leiðir af sér nokkurn skapaðan hlut. Ég hefði haldið að svona nokkuð ætti að klárast frá A-Ö hjá sýslumanni.

Skítt með kerfið kannski?


Sumir menn eru upplýstir, aðrir ekki.

Hvernig í ósköpunum átti BB að vita af þessu, hann var í ræktinni þegar þegar um þetta var fjallað í aðalfréttum sjónvarpsins. Svo var hann í göngutúr næst þegar um það var fjallað og MSN-ið hans lá niðri vegna eldveggs í Dómsmálaráðuneytinu og tölvupósturinn sem honum var sendur fór óvart í Junkmail. Nú svo var hann með iPod í eyrunum að hlusta á fyrirlesturinn "How to look good without knowing anything" og eins og allir vita er iPod ekki með útvarpi svo ekki gat hann heyrt fréttirnar þar. Hann gat engan veginn vitað af þessu og fólk verður að skilja það.

Bara varð að taka upp hanskann fyrir kallinn eftir allar þessar árásir.


mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt að gerast....meira að segja krónan að styrkjast

Hrikalega er veðrið búið að vera gott, þetta er bara bilun,....eða hvað? Var þetta ekki einmitt svona allt síðasta sumar, alveg fram til 19. ágúst? Á maður þá ekki bara að gera kröfu um það sama og aðeins betur ef það er það sem þarf? Ég ætla að minnst kosti að gera þá kröfu :)

Var annars að lenda eftir 25km túr á skautunum. Og ég verð að viðurkenna að ég er píííííííínulítið farinn að óttast að ég muni ekki ná 100 km markmiðinu mínu svona miðað við hvernig ég verð í fótunum eftir bara 25km og eins og ég varð eftir 47 km um daginn. En ég velti því samt fyrir mér áðan þegar ég var búinn með um 18 km leið hvað myndi algjörlega tryggja að ég færi þetta hvað sem tautaði. Datt í hug að setja mér það að ef ég ekki næði, þá myndi ég raka af mér hárið á hausnum. En það er bara ekki nógu mikið því það er bara þægilegt að vera hárlaus. Þá velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að setja mér það að ef ég ekki næði, þá myndi ég aflita á mér hárið. Það er eitthvað sem ég myndi aldrei gera og lít örugglega út eins og sturlaður hálfviti þannig. Og takandi mið af því að mér er ekkert alveg sama hvernig ég lít út,...þá held ég að með þetta sem "refsingu" þá væri mér sama þó blóðið fossaði úr fótunum á mér,....ég myndi samt klára frekar en að vera með aflitað hár. Er þetta eitthvað sem ég ætti að setja inn? Ég veit það ekki Shocking

Annars er stefnan tekin á Svíþjóð núna á föstudaginn. Er að fara á ættarmótið og tek börnin mín Allý og Óðinn Örn með. Þetta verður ekki auðvelt ferðalag því þetta er í fyrsta skiptið sem Óðinn fer í flugvél og því er þannig séð við öllu að búast af honum. En svo eftir lendingu, þá tekur við ca 6 klst löng lestarfer......úfffffff. Eins gott að vera með nóg af dóti fyrir litla manninn. Ég er annars frekar bjartsýnn á að hann muni bara skemmta sér vel að horfa útum gluggann á lestinni. Hann er jú strákur út í gegn :)

Ég gerði svolítið í fyrsta skiptið á ævinni um daginn. Ég spilaði golf :) Þetta var bara fjandi gaman sko. Komst að vísu að því að þetta er pínku ponsu erfitt líka. Ég var einstaklega laginn við að KLÚÐRA upphafshöggunum. En sem betur fer vorum við að spila Texas Scrample, var svona vinnustaðabjórgolf og þess vegna fékk ég ekki 45 víti. En gaman var þetta og ég mun pottþétt spila meira í nánustu.

Annars er alveg magnað hvað ég á erfitt með að vera í fríi. Ég er sífellt með hugann við vinnuna, fór meira að segja þangað í dag, á degi 2 í sumarfríi. Og það er alveg ljóst að ég verð að fara aftur í þessari viku. En þannig er bara þessi bransi, maður slekkur ekki á samkeppninni. Svo ekki sé nú talað um endalaust flakk á gjaldmiðlinum okkar,......því fylgir töluverð vinna. En ég ætla að gera mitt besta til að hanga í fríi. Er amk að njóta þess í botn að vera meira með börnunum og að sooooooooooooofa út :)

 


Ekki samt alveg að virka....

Reyðarfj

Reyndi að setja þann mæta stað Búðareyri við Reyðarfjörð inn en skilaboðin eru "We don not support adding a place here yet" +

Og hérna erum við ekki að tala bara um götu heldur heilan bæ.

Einmitt sko.


mbl.is Hægt að búa til Google kort af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfríið hafið

Jæja, þá er maður dottinn í sumarfrí og mikið afskaplega er það gott.

Það eru nú reyndar ekki stór plönin þetta árið með hvernig skal nýta þessar vikur sem maður á fyrir sjálfan sig og sína nánustu. Reyndar hef ég sjaldnast verið með stór plön um það þar sem ég vill helst af öllu eyða sumarfríinu mínu innanlands og þá bara gera það sem mér dettur í hug, þegar mér dettur það í hug. Það verður ekki mikil breyting semsagt á því þetta sumarið annað en að eftir viku þá fer ég með börnin til Svíþjóðar á ættarmót. Ég er part svíi og á nokkuð stóran hóp ættingja þar. Hef hitt stóran hluta þeirra áður og mörg hver nokkrum sinnum en svo er einnig hópur þar sem ég hef aldrei hitt svo það verður fjör í því.

Litli snúðurinn minn hann Óðinn Örn byrjar sitt sumarfrí eftir daginn í dag og verður hjá mér næstu 2 vikurnar straight. Að vísu eigum við mamma hans það sameiginlegt að eiga erfitt með að vera lengi í burtu frá honum svo við höfum samið um að hún fái hann lánaðann einhvern tíma á þessum tveim vikum og ég fái hann svo lánaðann einhvern tíma á næstu tveim vikunum þar á eftir.

Allý er svo bara að vinna í sjoppunni í sumar. Reyndar ekki alveg nógu mikið þar sem þau eru mörg sem eru að sinna þeim vöktum sem í boði eru. En hún fær samt að vinna 3-4 daga í viku svo það er ágætt. Hún er að standa sig vel en ekki svo að skilja að tamningu sé fyllilega lokið, nei hreint ekki. það eru ærin verkefni að ala upp börn og þessi aldur, unglingsárin eru ekki auðveldasti tíminn. Jesús Pétur nei. Prófa þetta, prófa hitt, gá hversu langt er hægt að ganga, misjafn félagsskapur, töluvert magn af leti, ótrúleg þörf til að sofa og fullkominn skortur af löngun til að hafa herbergið sitt hreint og snyrtilegt svona svo eitthvað sé nefnt. Var ég svona líka, er þetta bara eitthvað sem fylgir????

Ég held reyndar að ég hafi verið svona í sambandi við herbergið mitt, líka í sambandi við letina, líka í sambandi við að prófa hitt og þetta. En einhvern veginn þá finnst manni þetta öðruvísi. Líklega vegna þess að maður er daglega með hnút í maganum yfir því hvort maður sé að standa sig í foreldrahlutverkinu eða ekki.

En aftur að sumrinu og hvernig því verður varið. Eitt er víst að línuskautaglamrið mitt mun fá slatta af tíma en þó óvíst að svo verði fyrr en eftir þessar tvær vikur sem Óðinn verður hérna því ég fer ekki mikið með hann með mér. Ekki ennþá. En semsagt, nú er innan við mánuður í tímamörkin sem ég setti mér í að ná markmiðinu mínu, 100 km á 6 klst svo það er bara harkan sex. Er fullkomlega viss um að þetta mun nást Whistling


Ha? Nú missti ég alveg úr........

Bíddu nú aðeins við. Það lék grunur á að maðurinn hefði hefði verið búinn að neyta áfengis EN SAMT VAR EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ TAKA BLÓÐPRUFU??? Og ekki nóg með grun um áfengisneyslu heldur dregur hann upp hníf og ógnar öðrum úti á götu,.........EN SAMT EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ KANNA HVORT HUGSANLEGA VÆRI EITTHVAÐ ANNAÐ OG MEIRA EN ÁFENGI Í BLÓÐI ÞESSA ÖKUMANNS.

Nú væri gott ef einhver mér fróðari útskýrði fyrir mér og öðrum hvers vegna ekki þótti ástæða til blóðprufu ef fyrir lá grunur um áfengisneyslu.


mbl.is Ógnaði ökumanni eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og eftur undarlegar fréttir tengdar iPhone

Já, ég held áfram að "böggast" yfir undarlega mikilli athygli sem iPhone fær hjá blaðamönnum mbl. Hver er "fréttin" hérna? Er þetta eitthvað nýtt?

Það er akkurat ekkert nýtt hérna á ferðinni frekar en í flestum fréttum sem tengjast iPhone. Farsímar eru og hafa verið niðurgreiddir svo árum skiptir gegn tímabundins þjónustusamnings sem kaupandinn gerir við ákveðið símafélag.

1998 og 1999 voru t.d. gerðir hér á landi svokallaðir Tal12 samningar við þá sem keyptu síma í Tal. Símana var hægt að fá allt niður í 1 krónu. Hins vegar þurfti kaupandinn að borga fullt verð fyrir símtækið ef hann vildi ekki skrifa undir símaþjónustusamning. Ég var sjálfur á fullu að selja þessa síma og gera þessa samninga við fólk, án þess þó að vera starfsmaður Tal.

Slíkir samningar eru ennþá gerðir í dag hér á landi þó ekki sé um fulla niðurgreiðslu að ræða lengur eins og var á þessum tíma. Og víðast hvar í Evrópu er um krónusamninga að ræða hjá fjölda símfyrirtækja.

Semsagt, ekkert nýtt hérna á ferðinni.


mbl.is 3G iPhone mun dýrari án þjónustusamnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Línuskautar - 47 km - Blöðrur á iljum :(

Jæja ég var að koma frá einum stífasta hring sem ég hef tekið hingað til. Fór 47,3 km á tímanum 3.03 klst. Það er auðvitað ekki alveg nógu gott þar sem markmiðið er 100 km á 6 tímum og seinni 50 km eru að sjálfsögðu hægari. Ég verð því að herða mig. Ég hef reyndar farið lengri túra, en ekki svona erfiða.

Í þessum hring er mikið um mjög brattar brekkur sem bæði hægðu mikið á mér og má segja stútuðu fótunum því blöðrur á iljarnar hef ég aldrei áður fengið en er með núna. Á, það er bara vont sko Crying

En rosalega var þetta gaman. Veðrið alveg snilld þó það hafi reyndar verið aðeins meiri vindur en ég hefði kosið en samt slapp það ágætlega. Byrjaði hringinn á Gróttu Seltjarnarnesi og fór uppí Mosó. Mestallan tímann með vindinn með mér. Í bakaleiðinni að Gróttu aftur var ég svo með vindinn á móti mér en á móti þá er bakaleiðin auðveldari þar sem meira er um brekkur niðurá við.

Ég var að sjálfsögðu með kveikt á Nokia Sports Tracker í símanum og þannig er leiðin öll skráð. Þeir sem vilja skoða leiðina geta farið inná þennan link hérna http://sportstracker.nokia.com/nts/workoutdetail/index.do?id=256976

Til að fá kortið upp þarf að ýta á S eða H takkann sem eru neðst á kortinu sjálfu, þá kemur satelite mynd af borginni upp. Sports Trackerinn notast við GPS tæknina og þeir sem vilja fræðast um þetta snilldar forrit ættu að snúa sér til Hátækni og spyrja um það.

Og fyrir þá sem eru með Google Earth í tölvunni sinni þá geta þeir séð leiðina líka þar. Það er gert með því að ýta á Download as KML file (það er einn af grænu tökkunum fyrir ofan kortið) og velja Open. Þá opnast Google Earth og sýnir leiðina þar. Hrikalega cool :)

Jájá, smá sölumennska í gangi. En ég er nú líka sölumaður :)


Listasmíð

Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvernig best væri að ná í hönnuðinn og verkfræðinginn sem smíðuðu danska undraverkið. Þetta er þvílík listasmíð að ég er hissa að ekki skyldi hafa verið leigð undir þetta brynvarin herflutningavél þegar ákveðið var að flytja gripinn til Íslands.

Ég trúi því vart að íslenskt fyrirtæki hafi burði og þekkingu til að setja saman svona búr eins og danirnir hafa átt í ,......tjahh, af útlitinu að dæma, 200 ár.

Joyful


mbl.is Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkudagur að kveldi kominn

Jæja þetta er nú búinn að vera þvílíkt aktívur dagur, verður ekki annað sagt.

Dagurinn byrjaði snemma eins og venjan er þegar sonurinn er heima. Við fórum auðvitað út í garð þar sem veðrið var mjög gott. Hömuðumst þar í 2 tíma og svo inn að borða. Svo þurfti hann að fara í hvíld en minn var nú ekki beinlínis á því, ónei. Ekki að ræða það því hann vissi jú að við vorum á leið í 10 ára afmælisveislu systur hans.

Við vorum komnir í afmælið kl tvö og það var standandi fjör allan tímann, mikið af kökum, mikið af nammi og svo ís í þokkabót. Og allt var þetta utandyra úti í garði svo actionið varð þeim mun meira. Veislan stóð yfir í um 3 klukkutíma. Afmælisbarnið fór svo með okkur og vinkona hennar fékk líka að koma og mun gista hérna hjá okkur í nótt. En við fórum ekki beint heim því við ákváðum að nú væri gott að skella sér í sund,....svona af því að ennþá áttu börnin eitthvað smá eftir af orku,.....enda búið að innbyrða ósköpin öll af sykri.

Við skelltum okkur í nýju sundlaugina í Mosó og þar kom reyndar í ljós að það var ekki bara smá eftir af orku, hún var ótæmandi. Óðinn vildi ólmur prófa stóru rennibrautirnar og ég gaf eftir eftir mikið þref um það. Hann stóð sig eins og hetja og ég held ég hafi aldrei rennt mér jafnoft niður rennibraut í sundlaugum hérlendis. Hann sagði eftir hvert einasta skipti,....eiju sinni enn, eiju sinni enn pabbi. Og aftur og aftur fórum við einu sinni enn og einu sinni enn. Þetta varð að tveggja tíma sundferð og none stop action.

Mér tókst að koma öllum þremur börnunum ósködduðum uppúr lauginni og þá lá leiðin beina leið á McDonalds því ef einhver var búinn á því þá var það ég og eldamennska því ekki ofarlega á listanum yfir það sem ég vildi gera.

Vorum svo komin heim um klukkan 8 í kvöld og ég sagði Óðni að nú væri kominn háttatími. Minn sturlaðist alveg og fannst ég ekki lítið ósanngjarn. Mikil óánægja með pabbann. En það fór nú þannig að hann var sofnaður um það bil einni mínútu eftir að hann lagðist á koddann :)

Núna eru semsagt bara ég og tvær tíu ára snátur hérna og mér sýnist á öllu að ég sé að fara að slaka á yfir einhverri bíómynd sem þær tóku með sér,......Errm

Ætli ég steinsofni ekki bara líka á einni mínútu.


Er lækkun á iPod aðalfréttin hérna???

Alveg finnst mér þetta furðulega fyrirsögn á þessari stórfrétt.

Hvað hefur iPod með þetta að gera annað en að vera ein af þúsundum vara sem lækka mun í verði við þessa breytingu? Ekki neitt!

Afnemun vörugjalda á raftæki þýðir miklu meira en lækkun á iPod. Þetta þýðir að sjónvörp, hljómtæki almennt (ekki bara iPod), kæliskápar, þvottavélar, DVD spilarar og svo lengi mætti telja mun lækka sem nemur vörugjaldinu. Á flestum þessum vörutegundum er 25% vörugjald en lægra á öðrum.

Fréttamennskan í þessari frétt er með eindæmum og alveg magnað að blaðamaðurinn skuli einblína á iPod fyrir utan að segja að ríkissjóður verði af hundruðum milljóna í vsk tekjur vegna þess að fólk kaupi iPod erlendis. Halló,....ríkissjóður MUN verða af hundruðum milljóna í tekjur af vörugjöldum eftir þetta. Athuga þarf að mest seldu sjónvörpin sem seld eru kosta á bilinu 100 - 200.000 svo hlutfall vörugjalds af slíkum vörum er nú slatti hærra en vsk af ódýrum iPod. Það sama má segja um margar aðrar vörur. Langflestir íslendingar kaupa nefnilega sín raftæki hérna heima.

iPod eru ágætir MP3 spilarar en dýrkun ákveðinna fréttamanna á þeim gerir þá gjörsamlega blinda á hvað annað er að gerast í þessum heimi, bæði hvað varðar þá breytingu sem niðurfelling vörugjalda þýðir sem og bara í tækniheiminum. Gjörsamlega blindir á það.

Ég segi það aftur, það að iPod muni lækka í verði í verslun Apple við niðurfellingu vörugjalda er bara dropi í hafið fyrir heimilin í landinu þegar að þessu kemur. Bara pínulítill dropi. Fréttamenn ættu að skoða betur hvaða raunverulegu áhrif þetta mun hafa til hagsbóta fyrir heimilin og fólkið í landinu og hananú :)


mbl.is Verð á iPodum mun lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona smá update um börnin

Í dag, 20. júní á hún Ísabella mín 10 ára afmæli. Til hamingju elsku dúllan mín Wizard

Það verður sjálfsagt mikið um dýrðir hjá henni á morgun þegar afmælisveislan sjálf verður en mamma hennar er nú ekki beint þekkt fyrir að vera neitt að farast úr hógværð og hugmyndaleysi þegar góða veislu gjöra skal :)

Af Allý minni er svo það að frétta að hún er bara mjög sátt við þá breytingu sem átti sér stað í apríl þegar hún flutti alfarið til mín. Það fer vel um okkur og samkomulagið bara fínt þó svo að ég þurfi nú aðeins að temja hana og forrita :) Hún er byrjuð að vinna í sjoppu rétt hjá okkur sem er bara hið besta mál. Fínt að geta hringt í hana á laugardagskvöldi rétt áður en hún hættir að vinna og láta hana koma með ís fyrir kallinn :)

Reyndar var Allý að eignast lítinn frænda um daginn en Rósa Björk systir hennar eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun júní.

Nú svo er það prinsinn, Óðinn Örn. Hann tók það stóra skref í vikunni að pissa í fyrsta skipti í kopp Grin. Hann var hjá mömmu sinni þegar það gerðist og stoltur og ánægður hringdi hann í pabba gamla og sagði mér frá. Og hann var sko að springa úr stolti..........og ég líka :)))

Börnin mín, Alexandra, Ísabella Mist og Óðinn Örn

Ég þyrfti nú að fara að vinna í því að fá nýrri mynd,....þau hafa nú vaxið og þroskast svolítið síðan þessi var tekin.


Ljótar myndir...úffffff

Ég ætlaði að birta hérna myndir sem ég fann á netinu, myndir af fórnarlambi árásar Hvítabjörns en lifði þó af. Ég hætti við myndbirtinguna, set bara linkinn í staðinn,...þetta er frekar ljótt og líklega ekki fyrir viðkvæma.

http://www.hondahookup.com/forums/showthread.php?t=117389

 

The Polar Bear:
The polar bear is the most deadly of all. While his normal food is seal, they have been known, for centuries, to attack humans. Until the introduction of firearms, the native people of the north have lived in fear of them. Many early explorers have told horror stories of polar bear attacks. These bears are known to stalk and hunt humans. If you are in polar bear country carry a firearm or avoid the area.

 


mbl.is Daprir en um leið sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Like father, like son

Varð að smella mynd af prinsinum mínum sofandi um daginn því stellingin sem hann var í var nákvæmlega sú sama og ég tamdi mér lengi framan af. Þetta er allt í lagi stelling þegar maður sefur einn en hættuleg ef einhver er við hliðina. Ég komst að því the hard way í minni fyrstu sambúð,.....eða eigum við ekki að segja að sambýliskonan mín þáverandi hafi komist að því the hard way BlushCryingUndecided

click to go back

Hann er sko ekkert lítið sætur þessi litli engill minn InLoveKissing


Esjuganga og línuskautar

Í gær skellti ég mér á topp Esjunnar. Mikið djöfull er ég með mikla strengi í fótunum, þó ekki jafnmikið og þegar ég fór síðast þarna upp. Þá gekk ég ekki eðlilega í 3 daga á eftir enda var þar um kapphlaup við vin að ræða sem er með jafnmikið eða meira keppnisskap en ég. Munurinn á þessum tveim göngum er basicly sá að í gær var ég 70 mínútur að ná toppnum en í kapphlaupinu var ég 45 mínútur og 20 mínútur niður.

En asskoti var þetta gaman og rosalega var gaman að horfa yfir borgina og reyndar allt höfuðborgarsvæðið frá toppi Mount Esja í góða veðrinu sem var.

Esjuganga 11.06.2008

Ætlunin var að fara að heiman á línuskautum með skó í bakpoka og labba svo upp. Komst hins vegar að því að það er enginn hjólastígur að Esjurótum svo það var vonlaust. En ég verð líka að viðurkenna að þegar ég var kominn niður þá hugsaði ég með mér "mikið er ég ánægður að þurfa ekki að skauta núna" enda var ég má segja búinn í fótunum. Hef ekki mikla reynslu af Esjugöngum eða yfirhöfuð, fjallgöngum. Að klífa klettana sem fara þarf í gegnum til að ná toppnum gerði ég á viljastyrknum einum. Sagði í sífelldu við sjálfan mig, þú getur þetta, þú skalt upp og hættu þessu væli Sick

Hins vegar eins og veðrið er í dag, þá er alveg ljóst að ég mun taka langan línuskautatúr að vinnu lokinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Steini

Höfundur

Steini Thorst
Steini Thorst
Lifir í heimi farsíma

Tónlistarspilari

Das Kapital - Bubbi - Launaþrællinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Find my phone

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband