Færsluflokkur: Bloggar
28.9.2008 | 15:48
Öryggisgæsla dauðans
Ertu að grínast í mér með viðbragðstímann. Securitas er VIÐ HLIÐINA Á Bang&Olufsen í Síðumúla. Getur þetta á einhvern hátt verið neyðarlegra fyrir þá? Jú kannski ef brotist væri inn hjá þeim sjálfum. Hvaða ferli fer í gang hjá Securitas þegar öryggiskerfi fer í gang hjá fyrirtæki sem borgar þeim fyrir að fylgjast með, það er spurning sem ég held að þeir ættu að svara og jafnvel að endurskoða frá A-Ö.
Húrra fyrir Securitas
Brotist inn hjá Bang&Olufssen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
17.9.2008 | 14:51
Gengi gjaldmiðla
Pælið í því að þegar þessi frétt var sett inn, þá reiknaðist þeim til að HÍ fengi 276 milljónir. Núna, nokkrum mínútum síðar er upphæðin hins vegar komin í 286 milljónir.
Hvað er eiginlega í gangi segi ég bara. Hvernig ætlum við að búa við þetta rugl sem í gangi er á gjaldeyrismörkuðum? Ég starfa við innflutning og verðlagningu og hver dagur byrjar á því að kanna gengið. Í dag hefur krónan hins vegar verið í þvílíku falli að það er stórmunur á milli klukkustunda.
Ráðamenn hins vegar sitja bara og segja allt í himnalagi.
HÍ fær 276 milljónir að gjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2008 | 14:30
Ótrúlega magnað myndband úr dýraríkinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2008 | 16:58
Fullkominn skortur á virðingu
Ég held að þetta vandamál snúist að mestu eða öllu leyti um það að virðing gagnvart lögreglunni er engin. Og hvers vegna skyldi það vera? Það er vegna þess að lögreglan má ekkert gera, þá fer allt á annan endan. Fyrir nokkrum árum var tveimur öflugum lögreglumönnum vikið úr starfi vegna þess að þeir þóttu hafa beitt heldur öfgafullum aðferðum við handtöku. Málið fór minnir mig fyrir dóm og þeir reknir. Eftir þetta þá þarf lögreglan að beita þvílíkum vettlingatökum á alla, sama hvaða rugludallar eiga í hlut,....þá má ekki sjá á þeim marblett því þá er málið komið í blöðin og fréttamenn æsa lýðinn upp gegn löggunni sem var eingöngu að halda friðinn, vinna sína vinnu.
Einverjir hérna hafa verið að draga fram vörubílstjóramálið svokallaða. Í mínum huga var lögreglan að gera hárrétta hluti þar. Í því tilfelli var bara komið nóg. Og mér finnst og vill að lögreglan geri meira af þessu þegar hópur fólks beinlínis ræðst að þeim.
Lögreglan er ekki að handtaka ólátabelgi sér til skemmtunar, eða taka menn tímabundið úr umferð. Þeir eru að gera það til að halda friðinn eða til að koma í veg fyrir frekari vandræði. Og þegar menn spyrna við, þá er verður lögreglan að beita harðari aðferðum.
Mér er eiginlega sama hvað hver segir og er farinn að líta á það sem tómt kjaftæði að "Löggan verður nú samt að fara að reglum". Ég vill bara að lögreglunni sé gert það mögulegt að sinna sínu starfi og með þeim aðferðum sem þurfa þykja hverju sinni hvort sem það er með tali, handjárnum, kylfum, piparúða, stuðbyssum eða hverju öðru. það þarf að byggja upp virðingu gagnvart lögreglunni og það þarf að byrja strax, t.d. með því að sína unglingum hvernig maður kemur EKKI fram við lögregluna. Sbr 10-11 málið.
Æi, ég gæti skrifað endalaust um þetta en ég bara stend með lögreglunni í þessum málum.
Ég skal drepa konuna þína! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2008 | 16:25
Æsifréttamennska
Auðvitað var þetta á kostnað skattgreiðenda,..en ekki hvað? Er það ekki ríkið sem greiðir þingmönnum laun og kostnað vegna þeirra? Og fær ekki ríkið sínar tekjur frá skattgreiðendum?
Mér finnst þetta vera æsifréttamennska og ekkert annað. Það er vel þekkt í fyrirtækjum að það eru farnar svona vinnuferðir út fyrir hefðbundið umhverfi og staðarvalið sem slíkt er ekkert issue.
Gisting á kostnað skattgreiðenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2008 | 23:11
Verkefni
Ég er nú mikið búinn að gagnrýna allt þetta kjaftæði sem átt hefur sér stað í borginni á þessu kjörtímabili og flokkurinn "minn" hefur ekki fengið beinlínis háa einkunn frá mér. En það verð ég þó að segja að ég held að núna loksins séu borgarbúar búnir að fá borgarstjóra sem ég tel að muni sinna verkefninu vel, ég trúi á Hönnu og trúi henni þegar hún talar. En það er mikið verkefni fyrir höndum, svo mikið er víst og það kemur bara í ljós hversu vel hún leysir það.
En mikið vildi ég samt að tiltekt hefði átt sér stað í flokknum.
Borgarstjórn með fjórðungs fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 11:07
STOLT - STOLT - STOLT
Hrikalega er ég ánægður með strákana. Þvílíkur árangur, þvílíkir drengir og Guðmundur þjálfari má sko vera stoltur af sínu starfi sem og strákarnir allir. Ég finn hins vegar bara til þvílíks stolts að vera íslendingur :)
Til hamingju strákar
Íslendingar taka við silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 17:50
Get ég sleppt því að blogga?
iPhone leigði biðraðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.8.2008 | 14:34
Vá !!!!!!!!!!!!!!!
Leikurinn var geggjaður og hrikalega er ég stoltur af strákunum.
Segi bara eins og Logi sagði við Björgvin, Djöfull eruð þið góðir :):)
En ég styð það heilshugar að Þorgerður fari út. MJÖG ánægður með hana :)
Þorgerður Katrín: Ég fer út að fagna með strákunum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 11:12
Ótaktískt hjá "mínum" mönnum
Voðalega finnst mér þetta ótaktískt ogt beinlínis vitlaust hjá sjálfstæðismönnum í ljósi umræðna undanfarna daga um ákvörðun Gísla að skella sér í nám erlendis svona mitt í öllum látunum.
Hvaða rugl er það nú í honum spyr ég bara. Er þetta semsagt bara djók starf, að vera í borgarstjórn. Er það bara svona hobbý? Spyr sá sem ekki veit. Ég veit bara að það væri ekki sjens fyrir mig að sinna mínu starfi með fullu námi og þar að auki í öðru landi. Fengi kannski frí, en það væri launalaust og einhver annar þyrfti að sinna því á meðan og ég er nokkuð viss um að því sé eins háttað hjá meirihlutanum af starfandi fólki.
Og svo velti ég líka því fyrir mér hvort Gísli muni sjálfur sjá um ferðakostnað þegar hann þarf að fara á fundi??? Hefur það komið fram?
Æi mér finnst þetta vera algjört bull frá upphafi til enda.
Gísli Marteinn fær launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar