Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2008 | 20:56
Það var þá ráð, rauð pilla frá lækninum
Ekki ætla ég sem hingað til hef talist til sjálfstæðismanna að hylla sjallann í Reykjavík neitt sérstaklega eftir allt sem hefur gengið á þetta kjörtímabil. Vildi helst skipta öllu liðinu út fyrir nýtt og byrja á unglingnum. Og enn síður mun ég hylla hina flokkana, flokkaleysurnar og allt liðið sem fer úr einum flokki í annan eða bara engan og situr samt.
Og það að Dagur, sem í mínum huga er fátt annað en vel útlitandi ungur læknir (sjálfsagt ágætis læknir samt) ætli nú að fara að reyna að heilla konur með rósum og rauðum pillum eykur nú ekki beint á trúverðugleikann eða álit mitt almennt á honum sem stjórnmálamanni.
Ég segi nú bara við ykkur öll sem að stjórn borgarinnar komið, sama í hvaða flokki þið eruð. Í guðanna bænum farið bara að vinna vinnuna ykkar og eyðið ekki svona ofboðslega miklu púðri og þá um leið peningum í að hamra í sífellu á hvoru öðru. Geymið það þar til kemur að kostningum á ný og eyðið púðrinu í það sem þið eigið að vera að gera.
Rosalega er búið að vera gott að búa í Kópavogi undanfarið ár, segi nú ekki annað.
Rós og ráð gegn rugli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 11:18
Nýtt forrit ????
Já, ég held áfram að deila á þann blaðamann MBL sem virðist hafa þann starfa að skrifa fréttir um iPhone.
Fyrirsögn þessarar fréttar er"Nýtt forrit fyrir iPhone". Það er bara kolrangt því staðreyndin er sú að þarna er um að ræða hugbúnaðaruppfærslu. Ástæðan er sú að iPhone 3G hefur verið til vandræða hvað nettengingu varðar, eins og fram kemur í fréttinni frá Reuters.
Ný uppfærsla hjá iPhone | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
19.8.2008 | 17:46
Vantar ekki smá upplýsingar hérna?
Mér finnst nú alveg vanta að tiltaka hvar verðið er svona hátt og hvar svona lágt.
Hitt er svo annað mál að það er ekki endilega alveg sambærilegt það sem borið er saman. Ég t.d. kaupi eingöngu fisk í sérhæfðum fiskbúðum, einfaldlega vegna þess að ég hef aldrei verið svikinn af gæðunum þar, né heldur úrvalinu. Ég veit þó alveg að það er ekki ódýrasti kosturinn. Ég myndi seint leita uppi lægsta verðið á jafnviðkvæmri matvöru og fiskur er en væri samt alveg til í að vita hvar verðið er hæst.
Ég versla langmest við Fiskisögu og það er einfalt mál að þeir fá ekki bara toppeinkunn frá mér hvað gæði varðar heldur líka fyrir þjónustu og það viðmót sem mætir manni þar. Fiskisaga í Hamraborg er mín fiskbúð en ég hef farið í þær nokkrar og allsstaðar sama góða viðmótið. Ég held svei mér þá að ég myndi ekki hætta að versla þar þó í ljós kæmi að þeir séu dýrastir.
82% verðmunur á skötusel í fiskbúðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 21:38
Helgin sem leið - Danskir dagar í Stykkishólmi
Mikið rosalega átti ég góða helgi í Stykkishólmi um helgina en ég skellti mér með Helenu minni þangað á föstudaginn. Mættum rétt áður en útigrillin hófust og svo tók bara við hamslaus gleði annars vegar í heimahúsi og síðar á Fimm fiskum sem er annar tveggja pöbba á staðnum. Ég hitti ógrynni að fólki sem ég þekkti síðan ég bjó á staðnum fyrir 20 árum síðan.
Daginn eftir beið morgunverðarhlaðborð eftir okkur og svo var stefnan tekin beint í félagsmiðstöðina þar sem leikur Íslands og Danmerkur var sýndur á bíótjaldi. Þvílík stemning, þvílík gleði,.....og þá ekki síst Lenu, Gunna og Helga að þakka þar sem þau sungu stef úr dönskum Eurovison lögum í kjölfarið á hverju íslensku marki :) Svo var bara rölt um bæinn og að sjálfsögðu tekið sjósund líka. Um kvöldið safnaðist svo allt liðið heima hjá Jónu og Bæring í þvílíka veislu áður en farið var á Bryggjuballið. Kvöldið og nóttin tóm hamingja og gleði :)
Helgin var bara frábær í alla staði og fréttaflutningur stórlega ýktur um að þarna hafi allt logað í slgsmálum og fyllerýi. Það var einhver hópur aðkomuunglinga þarna með einhver læti en ég veit þó ekki um neinn sem varð vitni af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2008 | 17:45
Ófreskja
Ég er búinn að sitja hérna og velta því fyrir mér hvaða orð lýsi best mönnum sem misnota og nauðga börnum sínum og stjúpbörnum. Ófreskja er eiginlega eina orðið sem mér finnst komast nálægt því. Samt ekki alveg því ófreskja er ekki mannleg í eiginlegri merkingu og því ekki hægt að ætlast til að hún hugsi um afleiðingar gjörða sinna. En hitt er víst að ófreskjur eru réttdræpar og það sama á við í mínum huga um svona skrímsli.
Ég fagna þessum dóm þó hann mætti vera miklu harðari í mínum huga. Og ég er ekki að draga úr alvarleika þessa einstaka máls þegar ég spyr,....hvers vegna fékk háskólakennarinn ekki svona þungan dóm?
Sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2008 | 13:04
Fjarstýring á viðskiptavininn
Ef Apple getur með fjartengingu fjarlægt forrit úr símanum, þá getur Apple líka sótt allar upplýsingar úr honum og þar með fylgst nákvæmlega með hverjum sem þeim sýnist. Kannski skiptir það engu máli,.....en samt.
Mér finnst Apple ganga alltof langt í að reyna að stýra þessum síma sínum. Það má ekki kaupa hann nema maður búi í réttu landi. Og ef maður býr í réttu landi, þá má ekki nota hann nema á símkerfi sem Apple ákveður. Það má ekki setja upp í honum forrit nema Apple ákveði að það sé ok og það má ekki uppfæra hugbúnaðinn í símanum ef maður hefur ákveðið að kaupa hann án 2 ára samnings.
Nú er ég bara að bera símann saman við aðra síma á markaðinum. Nokia, SonyEricsson, Samsung, Motorola, LG, Siemens, HTC, HP og fleiri og fleiri. Allir þessir símar eru þess eðlis að þú ákveður sjálfur sem eigandi tækisins hvaða hugbúnað þú setur upp í þeim. Alla þessa síma getur þú uppfært hugbúnað án þess að framleiðandinn eyðileggi tækið. Alla þessa síma getur þú keypt eins og hvern annan hlut og notað á þann hátt sem þér sýnist. Og alla þessa síma getur þú keypt á niðurgreiðsluverði gegn samning við símafyrirtæki án þess að framleiðandinn sé að skipta sér af hvað þú gerir við símann. Og engum framleiðanda öðrum en Apple dettur í hug að sækja með fjartengingu upplýsingar eða annað úr tækjunum.
Jobs staðfestir að Apple geti fjarlægt forrit úr iPhone | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2008 | 13:06
Það var hér fyrir fimmtán árum......
Í dag á hún Allý skvísa dóttir mín afmæli, 15 ára að verða 18. Til hamingju elsku dúllan mín
Hún er frumburðurðurinn og það er óhætt að segja að lífið hafi breyst daginn sem hún fæddist. Er ekki frá því að ég hafi tekið mitt stærsta þroskaskeið í kjölfarið en þeir sem mig þekkja vita að ég þroskast mjög hægt :)
Alveg frá fæðingu var hún mjög hænd að mér og við alveg sérstaklega náin alla tíð. Verð nú samt að viðurkenna að það hefur nú aðeins breyst nú í seinni tíð, þegar hún skreið inná þetta blessaða unglingstímabil. Pabba gamla er ekki lengur sagt allt og það er síður en svo í uppáhaldi að eyða öllum stundum með pabba,........en ég held nú að þetta komi allt til baka seinna. Hún Allý er ljúfari en allt sem er ljúft en hún er líka svolítið ævintýragjörn á köflum eins og t.d. skríða útum gluggann í herberginu sínu um miðja nótt. Hún var frekar óheppin að gamli skyldi vera að fylgjast með :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.8.2008 | 17:33
Pirruð mamma og fokkmerki frá börnunum
Það þarf nú frekar mikið til að vekja hneykslun hjá mér, svo mikið er víst. En núna áðan þá tókst það. Ég var að keyra eftir Reykjanesbrautinni, rétt áður en komið var að Staldrinu, þurfti að skipta um akrein vegna þess að ég var að fara í Kópavoginn. Ég sá að það var gott pláss til þess svo ég gaf stefnuljós en sá um leið að bíllinn sem var á þeirri akrein gaf inn,...svona til að verja sitt pláss. Ég mjakaði mér mjög rólega og hægt inná akreinina, ekki síst vegna þess að bílstjóri hins bílsins fór að þjarma að mér jafnvel þó ég væri kominn með bílinn hálfan á akreinina. Ég tek það skýrt fram að ég var ekki að troða mér,...ekki á nokkurn hátt og gerði þetta allt mjög varlega enda með börnin í bílnum.
Þegar ég svo leit í baksýnisspegilinn sá ég bílstjórann sem var frekar pirruð kona sem var greinilega ekki að vanda mér kveðjurnar af líkamstjáningu hennar að dæma. Næst komum við að afrein sem ég færi mig inná til að beygja til hægri og hún kemur upp að hliðinni á mínum bíl og greinilega ennþá að argast út í það að ég skyldi voga mér að skipta um akrein, taka plássið "hennar". En þá kemur að því sem ég verð bara að viðurkenna að hneykslaði mig. Börnin hennar tvö sem sátu annars vegar í framsæti og hins vegar í aftursæti réttu mér æði fingurinn. Börnin voru bæði undir 10 ára aldri.
Halló, hvað er í gangi þegar börnin verða svo pirruð í umferðinni að þau gefa öðrum bílstjórum fokkmerki?????
Ég vill taka það aftur fram skýrt og greinilega að það var ekkert í aksturslagi mínu sem gaf ástæðu til að pirra sig yfir, hvað þá að valda hættu. Þarna er bara dæmi um íslenskan bílstjóra, konuna, sem arkar áfram í umferðinni án þess að skeyta um neitt og allir eru fyrir henni. Ef ég hefði fattað að taka niður númerið, þá hefði ég hiklaust birt það hérna og tengt við mest lesnu frétt mbl í dag og aftur á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 18:34
Farsímar - Könnun
Getur einghver í dag verið án farsíma? Já, auðvitað,...en en við höfum samt skapað þessa þörf og erum þess vegna í raun "háð" farsímanum.
En það er alveg magnað hversu mörg farsímanúmer eru skráð hérna því fæst börn undir 8-9 ára eru komin með farsíma og mikið af gamalmennum eru einnig án farsíma. Samt eru farsímanúmerin um það bil sami fjöldi og allir íslendingar. Magnað :)
En......hérna til hliðar er farsímakönnun sem þú lesandi góður mættir endilega taka þátt í.
Ein farsímaáskrift á hvert mannsbarn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2008 | 20:39
Sjósundið, flugur og fleira
Var að koma heim eftir sjósund. Í þetta skiptið var það aðeins erfiðara en síðast, fór lengra og í meiri kulda. Við syntum frá Nauthólsvíkinni núna og ákveðna sundleið sem liggur meðfram ströndinni og rétt út fyrir flugbrautina....en þar var sjórinn mun kaldari en inni í Voginum. Ég var ekki alveg viss um að ég gæti synt alla leiðina til baka því mér var byrjað að vera ansi kalt. En ég hafði það nú samt af og þegar ég steig uppúr var á orðinn ansi blár og mér var eindregið ráðið frá því að stökkva beint í heita pottinn, yfði að láta líkamann ná upp smá hita áður. En ég fékk bara enn meira kikk út úr þessu núna, að finna aðeins fyrir kuldanum, þurfa að hafa meira fyrir þessu. Stefnan er klárlega tekin á Viðey.
Þessa dagana er Óðinn sonur minn að venja sig bleyju og gengur ágætlega. Jújú,...það er klárlega meiri þvottur núna en venjulega en ég passa mig bara að klæða hann alltaf í svipað lituð föt,...svo ég geti nú þvegið allt saman í einni vél :) En hann er svolítill grallari litla skinnið. Hann kom með flugu til mín í gær sem hann náði í glugganum, pínulítil fluga. Hann sagði mér að hann vildi setja hana í ruslið. Ég svaraði bara,..Nei nei,...borðaðu hana bara! Ég var auðvitað að grínast í honum en hann leit fyrst með undrun á mig, svo leit hann á fluguna og svo stakk hann henni upp í sig, tuggði og kyngdi. Ég skellti auðvitað bara uppúr og hann líka. Hann fór svo að leita að nýrri flugu en ég sagði honum samt að vera ekki að borða fleiri, fá sé frekar íþróttanammi :)
Verslunarmannahelgin þetta árið var í rólegri kantinum, já bara mjög róleg og fín. Einhvern veginn var ég samt alla dagana með opið á að stökkva til Eyja eins og einn dag eða svo. Fór þó ekki þannig. En ég verð að viðurkenna að eftirá, þá sé ég svolítið eftir því. Stemningin þarna ku hafa verið enn meiri en í fyrra þegar ég fór í fyrsta skipti og næg var hún þá. Það er alveg klárt að ég mun taka Eyjar aftur en þetta árið var þó síðasta árið sem hafði tækifæri á að gera það fyrir fertugt :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Steini
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 5.6.2014 Benz notar HERE Maps frá Nokia
- 12.4.2013 Öryggi í snjallsímum
- 11.7.2012 Rugl er þetta
- 10.2.2012 Google translate ????
- 5.2.2012 Cryptophone
Tenglar
Línuskautartúrar
- Nokia Sports Tracker - Steini Þetta er algjör snilld, einfalt og kostar ekkert.
Guesthouse
- Bjarg guesthouse Gueasthouse downtown Reykjavik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar